Fótbolti

Sex­tán ára Mou­koko valinn í EM hóp Þjóð­verja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moukoko er á leiðinni á EM U21.
Moukoko er á leiðinni á EM U21. Alexandre Simoes/Getty

Hann er talinn einn efnilegasti leikmaður í heimi og nú hefur Youssoufa Moukoko verið valinn í EM U21-árs hóp Þýskalands.

Þýskaland, ásamt fleiri þjóðum, tilkynntu í dag hvaða leikmenn hefðu verið valdir í EM hóp þeirra sem fer fram síðar í mánuðinum.

Hinn sextán ára Moukoko er í hópnum hjá Þýskalandi en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Dortmund á þessari leiktíð.

Hann varð þar af leiðandi yngsti leikmaðurinn í sögu Bundesligunnar, yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og yngsti leikmaður U21-árs landsliðs Þýskalands.

Hann hefur farið á kostum í U17 ára liði Dortmund. Hann hefur gert 90 mörk og lagt upp önnur sextán í 56 leikjum og tölfræðin er ekki slæm hjá U19 ára liðinu.

Þar hefur hann gert 47 mörk og lagt upp tíu í 25 leikjum en hann er á leiðinni með Þýskalandi til Ungverjaland og Slóveníu þar sem mótið fer fram.

Þýskaland er í riðli með Ungverjum, Rúmeníu og Hollandi og er fyrsti leikurinn gegn heimamönnum í Ungverjalandi þann 24. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×