Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2021 10:01 Andri Þór Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Að jafnaði vakna ég á bilinu hálfsjö til sjö, eftir því hve vel undirbúinn ég er fyrir verkefni dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er að knúsa konuna mína. Ég er ekki mikið fyrir að rjúka upp um leið og klukkan hringir. Eftir sturtu gef ég heimilishundinum Heru að borða en hún hefur ekki mikinn húmor fyrir því að vera sett aftar í röðina en það. Eftir að hafa rennt yfir forsíður blaðanna og heimasíður helstu fréttamiðla fer ég út með hundinn og útbý ilmandi Illy kaffibolla handa minni heittelskuðu.“ Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera eftir bólusetningu? „Ég hlakka auðvitað til að knúsa mömmu almennilega, hún á sko skilið mikið af knúsum eftir þetta Covid ár. Annars getum við ekki beðið eftir að fara á skíði til Ítalíu því Covid hafði af okkur nokkrar skíðaferðir. Við vorum einmitt að ganga frá því í gær að festa okkur skíðaferð til Madonna í byrjun næsta árs.“ Það er nóg að gera hjá Andra í vinnunni því í undirbúningi er stækkun Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Síðustu vikur hafa farið í undirbúning á stækkun hjá okkur í Ölgerðinni. Við ætlum að byggja yfir nýja framleiðslulínu sem margfaldar afkastagetu okkur. Við vorum leggja lokahönd á stefnumótun fyrirtækisins til næstu þriggja ára og kynna áætlanir fyrir stjórn fyrirtækisins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagarnir mínir eru flestir þéttbókaðir af fundum. Þegar ég mæti á morgnana fer ég alltaf yfir lykiltölur í rekstrinum, fylgist með daglegum sölutölum og svara ólesnum tölvupóstum frá deginum áður. Ég nota oft kvöldin og stundum helgar til að undirbúa fundina og skipuleggja verkefnin. Mér finnst alltaf gott að skrifa niður verkefnin á to do lista og strika svo samviskusamlega út eftir því sem ég klára. Í stærri og flóknari verkum er ég farinn að notast við Planner.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er mjög samviskusamur í því að fara að sofa fyrir miðnætti og oft er ég kominn í rúmið upp úr klukkan ellefu. Mér þykir vænt um svefninn minn og veit að allt fer úr skorðum ef ég snuða sjálfan mig um mína sjö til átta tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Að jafnaði vakna ég á bilinu hálfsjö til sjö, eftir því hve vel undirbúinn ég er fyrir verkefni dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er að knúsa konuna mína. Ég er ekki mikið fyrir að rjúka upp um leið og klukkan hringir. Eftir sturtu gef ég heimilishundinum Heru að borða en hún hefur ekki mikinn húmor fyrir því að vera sett aftar í röðina en það. Eftir að hafa rennt yfir forsíður blaðanna og heimasíður helstu fréttamiðla fer ég út með hundinn og útbý ilmandi Illy kaffibolla handa minni heittelskuðu.“ Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera eftir bólusetningu? „Ég hlakka auðvitað til að knúsa mömmu almennilega, hún á sko skilið mikið af knúsum eftir þetta Covid ár. Annars getum við ekki beðið eftir að fara á skíði til Ítalíu því Covid hafði af okkur nokkrar skíðaferðir. Við vorum einmitt að ganga frá því í gær að festa okkur skíðaferð til Madonna í byrjun næsta árs.“ Það er nóg að gera hjá Andra í vinnunni því í undirbúningi er stækkun Ölgerðarinnar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Síðustu vikur hafa farið í undirbúning á stækkun hjá okkur í Ölgerðinni. Við ætlum að byggja yfir nýja framleiðslulínu sem margfaldar afkastagetu okkur. Við vorum leggja lokahönd á stefnumótun fyrirtækisins til næstu þriggja ára og kynna áætlanir fyrir stjórn fyrirtækisins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagarnir mínir eru flestir þéttbókaðir af fundum. Þegar ég mæti á morgnana fer ég alltaf yfir lykiltölur í rekstrinum, fylgist með daglegum sölutölum og svara ólesnum tölvupóstum frá deginum áður. Ég nota oft kvöldin og stundum helgar til að undirbúa fundina og skipuleggja verkefnin. Mér finnst alltaf gott að skrifa niður verkefnin á to do lista og strika svo samviskusamlega út eftir því sem ég klára. Í stærri og flóknari verkum er ég farinn að notast við Planner.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er mjög samviskusamur í því að fara að sofa fyrir miðnætti og oft er ég kominn í rúmið upp úr klukkan ellefu. Mér þykir vænt um svefninn minn og veit að allt fer úr skorðum ef ég snuða sjálfan mig um mína sjö til átta tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01 ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. 27. febrúar 2021 10:01
,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00
Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01
Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01