Segir engar líkur á því að Gerrard yfirgefi Rangers og taki við Liverpool á næstunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 08:31 Steven Gerrard mátti vera glaður um helgina. getty/Robert Perry Engar líkur eru á því að Steven Gerrard yfirgefi Rangers á næstunni og taki við Liverpool. Þetta segir Dave King, fyrrverandi formaður Rangers sem varð skoskur meistari um helgina. Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins. Skoski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins.
Skoski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira