Útiliðið hefur unnið Suðurlandsslaginn sex sinnum á fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 14:31 Eyjamaðurinn Ívar Logi Styrmisson lætur vaða á markið í leik á móti Aftureldingu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tekur í dag á móti nágrönnum sínum í ÍBV í Suðurlandsslag Olís deildar karla í handbolta en þetta virðist vera sá leikur þar sem ekki er gott að vera heimaliðið. Leikur Selfoss og ÍBV hefst klukkan 18.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði lið eru neðar í töflunni en þau ætluðu sér en ÍBV er í sjöunda sæti og Selfoss er sæti neðar. Bæði eru með ellefu stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. Þau eiga hins vegar þennan leik inni og sigur gæti komið þeim ofar. Sigurleikirnir hafa verið fáir að undanförnu á báðum stöðum. Eyjamenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð þegar Gróttumenn heimsóttu Selfyssinga í síðasta leik. Selfyssingar eru á heimavelli í kvöld en það er spurning hvort að það sé eitthvað fagnaðarefni miðað við úrslitin í Eyjaleikjunum undanfarin ár. Heimaliðinu hefur nefnilega gengið mjög illa í Suðurlandsslag Olís deildarinnar undanfarin tímabil eða síðan að Selfoss komst aftur upp í deildina. Í síðustu sjö leikjum liðanna þá hefur útiliði fagnað sex sinnum sigri. Selfoss náði að vinna fjóra leiki liðanna í röð en þrír af þeim voru úti í Eyjum. Eini heimasigurinn í Suðurlandsslagnum frá og með marsmánuði 2017 var 30-28 sigur Selfoss á ÍBV 11. febrúar 2019. Það stefndi reyndar í útisigur í þeim leik því Eyjamenn voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútur voru eftir. Selfyssingar unnu lokamínúturnar 6-1 og tryggðu sér sigurinn. Það þarf síðan að fara alla leið til 27. október 2016 til að finna annan heimasigur í Suðurlandsslagnum en Selfossliðið vann þá sex marka sigur á ÍBV. Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Leikur Selfoss og ÍBV hefst klukkan 18.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði lið eru neðar í töflunni en þau ætluðu sér en ÍBV er í sjöunda sæti og Selfoss er sæti neðar. Bæði eru með ellefu stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. Þau eiga hins vegar þennan leik inni og sigur gæti komið þeim ofar. Sigurleikirnir hafa verið fáir að undanförnu á báðum stöðum. Eyjamenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð þegar Gróttumenn heimsóttu Selfyssinga í síðasta leik. Selfyssingar eru á heimavelli í kvöld en það er spurning hvort að það sé eitthvað fagnaðarefni miðað við úrslitin í Eyjaleikjunum undanfarin ár. Heimaliðinu hefur nefnilega gengið mjög illa í Suðurlandsslag Olís deildarinnar undanfarin tímabil eða síðan að Selfoss komst aftur upp í deildina. Í síðustu sjö leikjum liðanna þá hefur útiliði fagnað sex sinnum sigri. Selfoss náði að vinna fjóra leiki liðanna í röð en þrír af þeim voru úti í Eyjum. Eini heimasigurinn í Suðurlandsslagnum frá og með marsmánuði 2017 var 30-28 sigur Selfoss á ÍBV 11. febrúar 2019. Það stefndi reyndar í útisigur í þeim leik því Eyjamenn voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútur voru eftir. Selfyssingar unnu lokamínúturnar 6-1 og tryggðu sér sigurinn. Það þarf síðan að fara alla leið til 27. október 2016 til að finna annan heimasigur í Suðurlandsslagnum en Selfossliðið vann þá sex marka sigur á ÍBV. Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira