Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 12:23 Fólk bíður í löngum röðum eftir áfyllingum á súerfnistanka í Suður-Ameríku. Þessi mynd var tekin í Perú. AP/Martin Mejia Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00