Sex manns að hámarki munu þá fá að koma saman og hafa landsmenn verið hvattir til að forðast allar samkomur.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. „Ég veit að þið eruð þreytt. Ég er það líka. En við verðum að þrauka og nú er ástandið verra. Breska veiruafbrigðið er erfiðara og gömlu aðferðirnar duga ekki lengur. Lokun landamæra duga ekki lengur,“ sagði Marin.
Fjarkennsla verður tekin upp í skólum og öll frístund eldri barna stöðvast.
Marin greindi frá því að í næstu viku verða kynntar nýjar aðgerðir stjórnvalda sem munu meðal annars fela í sér lokun veitingastaða.
Um 55 þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Finnlandi frá upphafi faraldursins. Alls hafa 737 dauðsföll verið rakin til Covid-19 þar í landi.