Dag vantar bara tvö mörk til að verða fyrstur í hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Dagur Arnarsson fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína á móti FH um helgina. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira