Mikil fjölgun kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum Heimsljós 19. febrúar 2021 10:39 Barnaheill – Save the Children Kynferðisofbeldi er notað sem stríðsvopn gegn börnum og óbreyttum borgurum á átakasvæðum. Börn sem búa á átakasvæðum eru í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi í dag en fyrir þremur áratugum að mati Barnaheilla – Save the Children. Kynferðisofbeldi er notað sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, ýmist í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi. Samtökin segja að fjöldi staðfestra tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum sé aðeins toppurinn á ísjakanum. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annarskonar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax," segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Save the Children. Börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eiga erfitt með að tilkynna glæpinn og þau óttast hefndaraðgerðir, auk þess sem stuðningur og þjónusta er lítil sem engin. Mikill skortur er á sálfræðistuðningi eða geðheilbrigðisþjónustu og því þurfa mörg börn „að burðast með vanlíðan og aðrar afleiðingar þess að vera beitt þessu alvarlega ofbeldi,“ eins og segir í frétt frá Barnaheillum. Frá árinu 2006 hafa yfir 20 þúsund tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum. Árið 2019 (nýjustu tölur) voru 749 staðfest tilfelli. Þar af voru 98% kynferðisbrota framin gegn stúlkum. Að auki tvöfölduðust kynferðisbrot framin af stjórnarher í viðkomandi landi frá árinu á undan. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að alls búi 426 milljónir barna á átakasvæðum í heiminum. Samkvæmt skýrslunni búa 17 prósent þeirra, eða 72 milljónir barna, á átakasvæðum nálægt vopnuðum hópum sem beita kynferðisofbeldi. Hættan á kynferðisofbeldi á átakasvæðum er mest í Kólumbíu, Írak, Sómalíu, Suður Súdan og Jemen. Það felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæsluaðila. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent
Börn sem búa á átakasvæðum eru í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi í dag en fyrir þremur áratugum að mati Barnaheilla – Save the Children. Kynferðisofbeldi er notað sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, ýmist í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi. Samtökin segja að fjöldi staðfestra tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum sé aðeins toppurinn á ísjakanum. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annarskonar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax," segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Save the Children. Börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eiga erfitt með að tilkynna glæpinn og þau óttast hefndaraðgerðir, auk þess sem stuðningur og þjónusta er lítil sem engin. Mikill skortur er á sálfræðistuðningi eða geðheilbrigðisþjónustu og því þurfa mörg börn „að burðast með vanlíðan og aðrar afleiðingar þess að vera beitt þessu alvarlega ofbeldi,“ eins og segir í frétt frá Barnaheillum. Frá árinu 2006 hafa yfir 20 þúsund tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum. Árið 2019 (nýjustu tölur) voru 749 staðfest tilfelli. Þar af voru 98% kynferðisbrota framin gegn stúlkum. Að auki tvöfölduðust kynferðisbrot framin af stjórnarher í viðkomandi landi frá árinu á undan. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að alls búi 426 milljónir barna á átakasvæðum í heiminum. Samkvæmt skýrslunni búa 17 prósent þeirra, eða 72 milljónir barna, á átakasvæðum nálægt vopnuðum hópum sem beita kynferðisofbeldi. Hættan á kynferðisofbeldi á átakasvæðum er mest í Kólumbíu, Írak, Sómalíu, Suður Súdan og Jemen. Það felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæsluaðila. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent