Ný tilfelli ebólu greinast í Afríkuríkjum Heimsljós 18. febrúar 2021 11:09 UNICEF/UNMEER Martine Perret Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016. Ný tilfelli hafa nú greinst. Ebóla hefur á nýjan leik greinst í Afríku. Staðfest smit eru að minnsta kosti í tveimur ríkjum, Gíneu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Grunur er um smit í Síerra Leone. Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016, Líberíu, Sierra Leóne og Gíneu, og leiddi þá til rúmlega ellefu þúsund dauðsfalla. Þjóðir í þessum heimshluta eru á sama tíma að glíma við aðra bylgju COVID-19 en sjúkdómarnir eru að því leyti ólíkir að dánartíðni af völdum ebólu er miklu hærri. Heilbrigðisstarfsfólk segir fréttirnar minna hræðilega mikið á fyrri faraldurinn sem einnig átti upptök í Gíneu. Í byrjun vikunnar var greint frá tólf óstaðfestum tilvikum ebólu í suðausturhluta Gíneu, í grennd við landamæri Fílabeinsstrandarinnar, Líberíu og Síerra Leone. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við með aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, meðal annars með smitrakningarteymum sem hafa sett 300 manns í sóttkví í Kongó og 150 manns í Gíneu í sóttkví. Stjórnvöld í Gíneu hafa enn fremur bannað fjölsótta markaði og aðrar samkomur eins og jarðarfarir. Stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa aukið eftirlit á landamærum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Ebóla Gínea Vestur-Kongó Austur-Kongó Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent
Ebóla hefur á nýjan leik greinst í Afríku. Staðfest smit eru að minnsta kosti í tveimur ríkjum, Gíneu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Grunur er um smit í Síerra Leone. Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016, Líberíu, Sierra Leóne og Gíneu, og leiddi þá til rúmlega ellefu þúsund dauðsfalla. Þjóðir í þessum heimshluta eru á sama tíma að glíma við aðra bylgju COVID-19 en sjúkdómarnir eru að því leyti ólíkir að dánartíðni af völdum ebólu er miklu hærri. Heilbrigðisstarfsfólk segir fréttirnar minna hræðilega mikið á fyrri faraldurinn sem einnig átti upptök í Gíneu. Í byrjun vikunnar var greint frá tólf óstaðfestum tilvikum ebólu í suðausturhluta Gíneu, í grennd við landamæri Fílabeinsstrandarinnar, Líberíu og Síerra Leone. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við með aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, meðal annars með smitrakningarteymum sem hafa sett 300 manns í sóttkví í Kongó og 150 manns í Gíneu í sóttkví. Stjórnvöld í Gíneu hafa enn fremur bannað fjölsótta markaði og aðrar samkomur eins og jarðarfarir. Stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa aukið eftirlit á landamærum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Ebóla Gínea Vestur-Kongó Austur-Kongó Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent