Kórónuveirusmitum á Englandi fækkað mikið á einum mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:48 Ný rannsókn þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel. Getty/Andrew Matthews Á einum mánuði hefur kórónuveirusmitum á Englandi fækkað um tvo þriðju. Sérfræðingar vara þó við því að skólar verði opnaðir í bráð, því veiran sé nú að dreifa sér hraðast á meðal barna á skólaaldri og yngra fólks. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian þar sem vitnað er í nýja rannsókn frá Imperial College London. Rannsóknin þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel. Því hafi tekist að hamla uppgangi veirunnar þrátt fyrir hin nýju afbrigði sem smitast á auðveldari máta. Smit eru þó enn útbreidd í Englandi, en á tímabilinu 4. til 13. febrúar var einn af hverjum 200 Englendingum með Covid 19, samanborið við þrisvar sinnum hærri tölu mánuði áður. Vísindamennirnir við Imperial College segja að smittíðnin hafi farið lækkandi í öllum aldurshópum. Flest smit séu núna hjá börnum á aldrinum fimm til tólf ára og hjá ungu fólki á aldrinum 18 til 24 ára. Þá sé enn ekkert í gögnunum sem sýni áhrif bólusetningar á sýkingar; lækkun smittíðninnar hjá fólki eldri en 65 ára var svipuð og hjá öðrum aldurshópum. Að sögn vísindamannanna er smittíðnin hjá ungum börn enn tiltölulega há. Það þurfi því að gæta sérstakrar varúðar þegar skólar verða opnaðir að nýju sem verður að óbreyttu í næsta mánuði. Paul Elliott, prófessor við Imperial College sem fyrir rannsóknarteyminu, lagði þannig áherslu á að smit gætu borist víðar í skólanum á milli fólks en bara í skólastofunni, til að mynda á milli foreldra þegar þeir væru að sækja börn sín í skólann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian þar sem vitnað er í nýja rannsókn frá Imperial College London. Rannsóknin þykir benda til þess að sóttvarnaaðgerðir Breta séu nú farnar að virka vel. Því hafi tekist að hamla uppgangi veirunnar þrátt fyrir hin nýju afbrigði sem smitast á auðveldari máta. Smit eru þó enn útbreidd í Englandi, en á tímabilinu 4. til 13. febrúar var einn af hverjum 200 Englendingum með Covid 19, samanborið við þrisvar sinnum hærri tölu mánuði áður. Vísindamennirnir við Imperial College segja að smittíðnin hafi farið lækkandi í öllum aldurshópum. Flest smit séu núna hjá börnum á aldrinum fimm til tólf ára og hjá ungu fólki á aldrinum 18 til 24 ára. Þá sé enn ekkert í gögnunum sem sýni áhrif bólusetningar á sýkingar; lækkun smittíðninnar hjá fólki eldri en 65 ára var svipuð og hjá öðrum aldurshópum. Að sögn vísindamannanna er smittíðnin hjá ungum börn enn tiltölulega há. Það þurfi því að gæta sérstakrar varúðar þegar skólar verða opnaðir að nýju sem verður að óbreyttu í næsta mánuði. Paul Elliott, prófessor við Imperial College sem fyrir rannsóknarteyminu, lagði þannig áherslu á að smit gætu borist víðar í skólanum á milli fólks en bara í skólastofunni, til að mynda á milli foreldra þegar þeir væru að sækja börn sín í skólann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira