Sportið í dag: Liverpool á heima í íslensku deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 13:32 Mohamed Salah fagnar marki sínu á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Salah kom Liverpool í 1-0 en Leicester vann leikinn 3-1. Getty/Carl Recine Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu leiki kvöldsins í þætti dagsins. Það eru margir að velta fyrir sér hvernig Liverpool lið menn fá að sjá í kvöld. Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
„Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00