Leikmenn ÍBV gagnrýna fréttaflutning: Hissa á lágkúrulegri umfjöllun Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 21:00 Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV. vísir/bára Leikmenn Olís-deildar liðs ÍBV furða sig á umfjöllun fjölmiðla um ásakanir Britney Cots, leikmanns FH, í garð þjálfara Eyjakvenna. Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira