Formúlustjarnan lenti í hjólreiðaslysi í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fernando Alonso var í hjólreiðatúr þegar hann lenti í slysinu. Getty/Dan Istitene Fernando Alonso ætlaði að snúa aftur í formúlu eitt í mars eftir tveggja ára fjarveru en gæti nú misst af byrjun formúlu eitt tímabilsins eftir að hafa lent í óhappi í Ölpunum. Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið. Formúla Sviss Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið.
Formúla Sviss Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira