FIFA segir nei við Cloé Eyju og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 09:30 Cloé Eyja Lacasse er mikill markaskorari og gæti svo sannarlega hjálpað íslenska landsliðinu. Instagram/@cloe_lacasse Íslenska-kanadíska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska kvennalandsliðinu því Alþjóða knattspyrnusambandið segir að hún hafi ekki verið nógu lengi á Íslandi. Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) EM 2021 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Cloé Eyja Lacasse hefur verið íslenskur ríkisborgari í að verða tvö ár en hefur ekki fengið að spila með íslenska A-landsliðinu. Ástæðan er stífni FIFA sem segir nei. Vandamálið tengist dvalartíma Cloé Eyju á Íslandi og litlar líkur eru taldar á því að hún fá einhvern tímann leyfi til að spila með íslenska landsliðinu. Cloé Eyja Lacasse er kanadísk en fékk íslenskan ríkisborgararétt um mitt ár 2019. Hún spilað í fjögur tímabil með ÍBV í Pepsi Max deildinni en samdi við portúgalska félagið Benfica síðla sumars 2019. Fréttablaðið fjallar um mál Lacasse og fékk þar staðfestingu á stöðu mála frá Hauki Hinrikssyni sem er yfirlögfræðingur KSÍ og sér um leyfismálin. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins þá þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir landsliðið en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Benfica í Portúgal. KSÍ sendi fyrirspurn inn til FIFA hvort að félagsskipti hennar milli landa yrðu til þess að samfleytt dvöl teldist rofin og staðfesti FIFA að svo væri. Samkvæmt því þyrfi Cloé því að dvelja í fimm ár á Íslandi á ný til að öðlast keppnisrétt fyrir hönd íslenska landsliðsins. Cloé Eyja Lacasse varð bikarmeistari með ÍBV og skoraði alls 54 mörk í 79 deildarleikjum með Eyjaliðinu frá 2015 til 2019. Hún hefur raðað inn mörkum með Benfica liðinu eða 34 mörk í 26 deildarleikjum á einu og hálfu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira