Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 14:20 Frá mótmælum í Tyrklandi í vikunni. EPA-EFE/SEDAT SUNA Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi. Tyrkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi.
Tyrkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira