Íslenskur sendifulltrúi í hjálparstarfi í Belís Heimsljós 3. febrúar 2021 11:06 Rauði krossinn Áshildur Linnet vinnur að hjálparstarfi í Belís á vegum Rauða krossins en Belís varð illa úti þegar fellibyljir fóru yfir Mið - Ameríku í nóvember. Áshildur Linnet, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt í ársbyrjun til Belís. Hún vinnur þar að hjálparstarfi á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í samstarfi við Rauða krossinn í Belís og með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Frá því tveir fellibyljir fóru yfir Mið-Ameríku í nóvember hefur verið unnið að hjálpar- og uppbyggingarstarfi vegna hamfaranna, á sama tíma og glímt er við heimsfaraldur. Belís er eitt þeirra landa sem varð illa úti í náttúruhamförunum. Þar urðu gríðarleg flóð, byggðir víða í landinu fóru á kaf með tilheyrandi eignatjóni. Íbúar flóðasvæðanna höfðust um tíma við í neyðarskýlum en hafa nú flestir snúið aftur til síns heima. „Mataraðstoð var veitt fyrir jól og þessa dagana er verið að dreifa hjálpargögnum til að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Áshildur. „Um er að ræða annars vegar fjárhagsaðstoð til viðgerða á húsnæði og kaupum á nýju útsæði fyrir matvælaræktun og hins vegar matarpakka, verkfæri og ýmiskonar búsáhöld. Dreifingin hefur gengið vel þó að miklar rigningar og útgöngubann á kvöldin og nóttunni hafi stundum sett strik í reikninginn,“ segir hún. Áshildur segir fólk einstaklega kurteist og þolinmótt við úthlutanir og það bíði rólegt eftir að röðin komi að þeim. „Við höfum reynt að taka tillit til þarfa á hverju svæði og dreift debetkortum á þeim svæðum þar sem styttra er í hraðbanka en mat og varningi á afskekktari stöðum. Allt eftir óskum íbúanna. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að hlusta á fólk, skapa vettvang fyrir þau til að segja sitt álit og greina frá sínum raunverulegu þörfum og reyna að bregðast við eftir bestu getu. Þá höfum við þurft að kenna mörgum hvernig á að nota hraðbanka, einkum eldra fólkinu“. Áætlað er að verkefninu ljúki um næstu mánaðarmót. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Belís Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Áshildur Linnet, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt í ársbyrjun til Belís. Hún vinnur þar að hjálparstarfi á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í samstarfi við Rauða krossinn í Belís og með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Frá því tveir fellibyljir fóru yfir Mið-Ameríku í nóvember hefur verið unnið að hjálpar- og uppbyggingarstarfi vegna hamfaranna, á sama tíma og glímt er við heimsfaraldur. Belís er eitt þeirra landa sem varð illa úti í náttúruhamförunum. Þar urðu gríðarleg flóð, byggðir víða í landinu fóru á kaf með tilheyrandi eignatjóni. Íbúar flóðasvæðanna höfðust um tíma við í neyðarskýlum en hafa nú flestir snúið aftur til síns heima. „Mataraðstoð var veitt fyrir jól og þessa dagana er verið að dreifa hjálpargögnum til að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Áshildur. „Um er að ræða annars vegar fjárhagsaðstoð til viðgerða á húsnæði og kaupum á nýju útsæði fyrir matvælaræktun og hins vegar matarpakka, verkfæri og ýmiskonar búsáhöld. Dreifingin hefur gengið vel þó að miklar rigningar og útgöngubann á kvöldin og nóttunni hafi stundum sett strik í reikninginn,“ segir hún. Áshildur segir fólk einstaklega kurteist og þolinmótt við úthlutanir og það bíði rólegt eftir að röðin komi að þeim. „Við höfum reynt að taka tillit til þarfa á hverju svæði og dreift debetkortum á þeim svæðum þar sem styttra er í hraðbanka en mat og varningi á afskekktari stöðum. Allt eftir óskum íbúanna. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að hlusta á fólk, skapa vettvang fyrir þau til að segja sitt álit og greina frá sínum raunverulegu þörfum og reyna að bregðast við eftir bestu getu. Þá höfum við þurft að kenna mörgum hvernig á að nota hraðbanka, einkum eldra fólkinu“. Áætlað er að verkefninu ljúki um næstu mánaðarmót. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Belís Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir