Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 18:32 Loðnunni landað úr grænlenska skipinu Polar Amaroq á Eskifirði á laugardag. SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45