Aukin fjármögnun frá einkageiranum mikilvæg fyrir uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldurs Heimsljós 28. janúar 2021 20:47 IFC/Tom Saater Áskoranir tengdar COVID-19 og djúpstæð efnahags- og félagsleg áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki voru ofarlega á baugi á árlegum tveggja daga fjarfundi kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá fjölþjóðlegum þróunarbönkum Áskoranir tengdar COVID-19 og djúpstæð efnahags- og félagsleg áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki voru ofarlega á baugi á árlegum tveggja daga fjarfundi kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá fjölþjóðlegum þróunarbönkum. Samhljómur var um mikilvægi aukinnar fjármögnunar fyrir græna og bætta enduruppbyggingu í kjölfar faraldursins en einnig voru skulda-, loftslags- og orkumál áberandi umræðuefni á fundinum. Fundurinn var haldinn á vegum utanríkis- og fjármálaráðuneytisins með þátttöku rúmlega eitt hundrað fulltrúa kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sex þróunarbanka, Alþjóðabankans (WBG), Þróunarbanka Asíu (ADB), Innviðafjárfestingabanka Asíu (AIIB), Þróunarbanka Afríku (AfDB), Þróunarbanka Ameríkuríkja (IDB) og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Hópurinn hittist árlega í höfuðborgum Norðurlandanna í janúar og til stóð að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins á fundinum, t.f.v. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri, María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri og Davíð Bjarnason deildarstjóri. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins opnaði fundinn og Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins átti lokaorðin. Þeir lögðu báðir áherslu á lykilhlutverk fjölþjóðlegu þróunarbankanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mikilvægi samstarfs Norðurlanda og Eystrasaltslandanna á vettvangi bankanna, bæði innan þeirra og þvert á stofnanirnar. Þátttakendum var tíðrætt um mikilvægi þess að fjölþjóðlegu þróunarbankarnir vinni náið saman og vegi hvorn annan upp í þeim stóru verkefnum sem fram undan eru. Jafnframt var áréttað mikilvægi þess að missa ekki sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum eins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum. Á fundinum fóru fram pallsborðsumræður um spurninguna: Hvernig geta fjölþjóðlegu þróunarbankarnir betur stuðlað að því að virkja aukið einkafjármagn fyrir græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19? Þátttakendur í pallborðinu voru Chris Humphrey (Overseas Development Institute), Guilia Christianson (World Resource Institue), Sören Elbech (JP Morgan) og Karin Kemper (Alþjóðabankanum). Engilbert Guðmundsson frá utanríkisráðuneytinu stýrði umræðum. Nýlega kom út skýrsla frá þróunarbönkunum um fjárfestingar einkageirans á sviði þróunarsamvinnu, í tengslum við verkefni bankanna. Alþjóðabankinn er stærstur þróunarbankanna og meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Geir H. Haarde er aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmisstarfið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Áskoranir tengdar COVID-19 og djúpstæð efnahags- og félagsleg áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki voru ofarlega á baugi á árlegum tveggja daga fjarfundi kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá fjölþjóðlegum þróunarbönkum. Samhljómur var um mikilvægi aukinnar fjármögnunar fyrir græna og bætta enduruppbyggingu í kjölfar faraldursins en einnig voru skulda-, loftslags- og orkumál áberandi umræðuefni á fundinum. Fundurinn var haldinn á vegum utanríkis- og fjármálaráðuneytisins með þátttöku rúmlega eitt hundrað fulltrúa kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sex þróunarbanka, Alþjóðabankans (WBG), Þróunarbanka Asíu (ADB), Innviðafjárfestingabanka Asíu (AIIB), Þróunarbanka Afríku (AfDB), Þróunarbanka Ameríkuríkja (IDB) og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Hópurinn hittist árlega í höfuðborgum Norðurlandanna í janúar og til stóð að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins á fundinum, t.f.v. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri, María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri og Davíð Bjarnason deildarstjóri. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins opnaði fundinn og Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins átti lokaorðin. Þeir lögðu báðir áherslu á lykilhlutverk fjölþjóðlegu þróunarbankanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mikilvægi samstarfs Norðurlanda og Eystrasaltslandanna á vettvangi bankanna, bæði innan þeirra og þvert á stofnanirnar. Þátttakendum var tíðrætt um mikilvægi þess að fjölþjóðlegu þróunarbankarnir vinni náið saman og vegi hvorn annan upp í þeim stóru verkefnum sem fram undan eru. Jafnframt var áréttað mikilvægi þess að missa ekki sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum eins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum. Á fundinum fóru fram pallsborðsumræður um spurninguna: Hvernig geta fjölþjóðlegu þróunarbankarnir betur stuðlað að því að virkja aukið einkafjármagn fyrir græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19? Þátttakendur í pallborðinu voru Chris Humphrey (Overseas Development Institute), Guilia Christianson (World Resource Institue), Sören Elbech (JP Morgan) og Karin Kemper (Alþjóðabankanum). Engilbert Guðmundsson frá utanríkisráðuneytinu stýrði umræðum. Nýlega kom út skýrsla frá þróunarbönkunum um fjárfestingar einkageirans á sviði þróunarsamvinnu, í tengslum við verkefni bankanna. Alþjóðabankinn er stærstur þróunarbankanna og meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Geir H. Haarde er aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmisstarfið. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent