Fótbolti

Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið hefur þegar tryggt sér sæti á EM í Englandi sem fram fer sumarið 2022.
Íslenska landsliðið hefur þegar tryggt sér sæti á EM í Englandi sem fram fer sumarið 2022. vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu.

Þorsteinn tekur við landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni sem hætti eftir að hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn þegar liðið fagnaði því að hafa náð sæti á EM, í byrjun desember. 

Þorsteinn kvaðst taka við afar góðu búi og markmiðið er skýrt - að gera íslenska landsliðið enn betra á komandi misserum og koma því á heimsmeistaramótið 2023. Samningur hans við KSÍ gildir fram yfir undankeppni HM sem líkur síðla árs 2022, en framlengist sjálfkrafa fram yfir lokakeppnina komist Ísland þangað.

Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ, á kynningarfundinum í Laugardal í dag.Vísir/Egill

Ísland hefur aldrei komist á HM en liðið leikur í lokakeppni EM í fjórða sinn sumarið 2021.

Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins, sem áður þjálfaði Íslandsmeistara Breiðabliks, eru 17.-23. febrúar þegar liðið mætir Frakklandi, Noregi og Sviss á sterku æfingamóti í Frakklandi. Liðið leikur í undankeppni HM í haust og svo í lokakeppni EM í Englandi sumarið 2022.

Blaðamannafundinn í dag má sjá hér að neðan.

Klippa: Þorsteinn Halldórsson kynntur sem nýr landsliðsþjálfari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×