Verstu janúarútsölur frá árinu 2002 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 16:02 Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Vísir/vilhelm Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002. Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl. Verslun Verðlag Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans að útsöluáhrifin síðasta sumar hafi sömuleiðis verið lítil. „Má líklegast rekja þetta til þess að útsölurnar hafi verið mun minni í sniðum vegna faraldursins sem hefur leitt til þess að Íslendingar kaupa meira af fötum og skóm hér á landi.“ Húsgögn, heimilisbúnaður og fleira lækkuðu um 3,4% í verði milli mánaða vegna áhrifa frá janúarútsölum. Síðustu þrjú ár hefur þessi liður að lækkað í kringum 5% milli mánaða að jafnaði „þannig að eins og með föt og skó er ljóst að útsölurnar í ár voru nokkuð slakar,“ eins og það er orðað í Hagsjánni. Verðbólga ekki mælst hærri síðan 2013 Þar kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Var þetta mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við en verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Auk áðurnefndra vöruliða voru breytingar á matvöru og drykkjarvöru, húsaleigu, húsnæðiskostnaði og bensíni helstu áhrifaþættir milli mánaða. Matur og drykkjarvörur hækkuðu meira en Hagfræðideildin átti von á. Hækkunin var nokkuð almenn og hækkuðu 68% undirliða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,39% og vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkaði um 0,87% en áhrif vaxtabreytinga voru 0,49 prósentustig til lækkunar. Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu hækkaði aðallega vegna gjaldskrárhækkana um áramótin. Meðal annars hækkuðu sorphirðugjöld um 16,5% og hiti og rafmagn um 2,1%. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga lækki og verði orðin 3,8% í apríl.
Verslun Verðlag Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira