Íslensk fyrirtæki á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna Heimsljós 26. janúar 2021 10:45 UN City í Kaupmannahöfn þar sem útboðsþingið fer jafnan fram. Wikimedia Commons/Heb Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, áréttaði mikilvægi alþjóðasamvinnu á tímum heimsfaraldurs á tveggja daga rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í morgun. Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í þinginu og kynna vörur sínar og þjónustu fyrir innkaupadeildum Sameinuðu þjóðanna. Þingið er skipulagt af Dansk Industri en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Íslandsstofa komu að undirbúningi í samstarfi við stofnanir og utanríkisþjónustur hinna Norðurlandanna. Þingið, sem hefur fram að þessu verið haldið í UN City í Kaupmannahöfn, var í ljósi núverandi ástands haldið á rafrænu formi og hefur þótt takast vel til þó að um frumraun væri að ræða. Þátttaka fyrirtækja er með besta mót en um 230 stofnanir og fyrirtæki frá Norðurlöndunum taku að þessu sinni þátt og kynntu vörur sínar og þjónustu. Fyrirtækin, Advania, GeoSilica, GoPro consulting, Hvíta Húsið, Icelandair, Sensa, og Trackwell voru þau íslensku fyrirtæki sem taku þátt. Útboðsþing Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki til að kynnast þeim tækifærum sem felast í viðskiptum við þær en á þinginu kynna á annan tug stofnana Sameinuðu þjóðanna innkaupaferla, áætlaða þörf fyrir vörur og þjónustu og eiga samtöl og fundi við fulltrúa fyrirtækja um möguleg viðskipti. Þá gefst þátttakendum tækifæri á að eiga fundi með öðrum fyrirtækjum sem hafa reynslu af viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar og hlusta á kynningar þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á stafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þingið hófst í morgun á umræðum utanríkisráðherra Norðurlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar áherslu á að alþjóðlegt samstarf hefði aldrei verið brýnna en nú á tímum heimsfaraldursins. Alþjóðasamfélagið tæki nú höndum saman í baráttunni við kórónuveiruna og í því samhengi væri mikilvægt að nýta þau verkfæri sem eru til staðar. Því væri mikilvægt að leggja áherslu á áframhaldandi norrænt samstarf og þá sérstaklega á þeim sviðum sem Norðurlöndin standa framarlega, s.s. sjálfbærum og grænum lausnum. „Við teljum umtalsverða möguleika fyrir vörur og þjónustu frá Íslandi og öðrum norrænum ríkjum í innkaupakerfi Sameinuðu þjóðanna og ég er sannfærður um að bæði Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlöndin geti haft mikinn ávinning af auknu samstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpi sínu. Slík samvinna myndi renna enn frekari stoðum undir hin norræna samstarfsvettvang þegar kemur að innkaupum Sameinuðu þjóðanna, sem á síðasta ári nam um 20 milljörðum bandaríkjadala. Á morgun taka fulltrúar þeirra stofnana sem að þinginu standa þátt í umræðum, þar á meðal Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Grænvangur Íslandsstofu hefur kortlagt grænar lausnir sem íslensk fyrirtæki hafa fram að færa og þýðingu þess að koma þeim á framfæri m.a. við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir. Hjá þjónustuborði atvinnulífsins fá fyrirtækin síðan leiðbeiningar og upplýsingar um möguleika á stuðningi við verkefni í þróunarlöndum og öðrum ríkjum sem Ísland á í samstarfi við. Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent
Þingið er skipulagt af Dansk Industri en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Íslandsstofa komu að undirbúningi í samstarfi við stofnanir og utanríkisþjónustur hinna Norðurlandanna. Þingið, sem hefur fram að þessu verið haldið í UN City í Kaupmannahöfn, var í ljósi núverandi ástands haldið á rafrænu formi og hefur þótt takast vel til þó að um frumraun væri að ræða. Þátttaka fyrirtækja er með besta mót en um 230 stofnanir og fyrirtæki frá Norðurlöndunum taku að þessu sinni þátt og kynntu vörur sínar og þjónustu. Fyrirtækin, Advania, GeoSilica, GoPro consulting, Hvíta Húsið, Icelandair, Sensa, og Trackwell voru þau íslensku fyrirtæki sem taku þátt. Útboðsþing Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki til að kynnast þeim tækifærum sem felast í viðskiptum við þær en á þinginu kynna á annan tug stofnana Sameinuðu þjóðanna innkaupaferla, áætlaða þörf fyrir vörur og þjónustu og eiga samtöl og fundi við fulltrúa fyrirtækja um möguleg viðskipti. Þá gefst þátttakendum tækifæri á að eiga fundi með öðrum fyrirtækjum sem hafa reynslu af viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar og hlusta á kynningar þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á stafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þingið hófst í morgun á umræðum utanríkisráðherra Norðurlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar áherslu á að alþjóðlegt samstarf hefði aldrei verið brýnna en nú á tímum heimsfaraldursins. Alþjóðasamfélagið tæki nú höndum saman í baráttunni við kórónuveiruna og í því samhengi væri mikilvægt að nýta þau verkfæri sem eru til staðar. Því væri mikilvægt að leggja áherslu á áframhaldandi norrænt samstarf og þá sérstaklega á þeim sviðum sem Norðurlöndin standa framarlega, s.s. sjálfbærum og grænum lausnum. „Við teljum umtalsverða möguleika fyrir vörur og þjónustu frá Íslandi og öðrum norrænum ríkjum í innkaupakerfi Sameinuðu þjóðanna og ég er sannfærður um að bæði Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlöndin geti haft mikinn ávinning af auknu samstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpi sínu. Slík samvinna myndi renna enn frekari stoðum undir hin norræna samstarfsvettvang þegar kemur að innkaupum Sameinuðu þjóðanna, sem á síðasta ári nam um 20 milljörðum bandaríkjadala. Á morgun taka fulltrúar þeirra stofnana sem að þinginu standa þátt í umræðum, þar á meðal Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Grænvangur Íslandsstofu hefur kortlagt grænar lausnir sem íslensk fyrirtæki hafa fram að færa og þýðingu þess að koma þeim á framfæri m.a. við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir. Hjá þjónustuborði atvinnulífsins fá fyrirtækin síðan leiðbeiningar og upplýsingar um möguleika á stuðningi við verkefni í þróunarlöndum og öðrum ríkjum sem Ísland á í samstarfi við.
Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent