Tólf þúsund missa vinnuna þegar netverslun tekur yfir Debenhams Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 10:55 Debenhams óskaði eftir gjaldþrotameðferð í apríl síðastliðnum, í annað skipti á einu ári. Getty/Leon Neal Allt að tólf þúsund starfsmenn munu missa vinnuna þegar öllum verslunum breska vöruhússins Debenhams verður lokað á næstu misserum. Netverslunin Boohoo hefur fest kaup á vörumerki og vefsíðu vöruhússins úr þrotabúi þess en hyggst ekki halda áfram rekstri 118 Debenhams verslana víðs vegar um Bretland. Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Bretland Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira
Kaupverð eignanna er sagt nema 55 milljónum punda, eða rúmum 9,7 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru tilkynnt eftir að ítrekar tilraunir til að bjarga rekstri Debenhams urðu að engu. Vöruhúsið hefur glímt við mikinn rekstrarvanda síðustu ár og átt erfitt með að fóta sig í breyttu rekstrarumhverfi. Sóttvarnartakmarkanir hafa sömuleiðis leikið breska kaupmenn grátt síðastliðið ár og er stutt síðan að Debenhams tilkynnti að sex verslanir yrðu ekki opnar á ný eftir að útgöngubann fellur úr gildi. Þeirra á meðal var flaggskip keðjunnar á Oxford-stræti í London, er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Önnur þrettán þúsund störf í húfi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsvarsmenn Boohoo festa kaup á eignum sögufrægra breskra verslunarkeðja sem hefur fatast flugið. Selur netverslunin meðal annars vörur undir merkjum Karen Millen, Oasis og Coast en í öllum tilfellum sýndu stjórnendur Boohoo því lítinn áhuga að standa straum að rekstri verslana þeirra. Einnig hafa borist fregnir af því að netverslunin Asos sé í viðræðum um kaup á eignum fatakeðjanna Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT en eigandi þeirra Arcadia Group óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í fyrra. Stjórnendur Asos hafa gefið út að ef samkomulag náist verði verslunum lokað. Um þrettán þúsund manns starfa í 444 verslunum Arcadia Group. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Bretland Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira