Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða.

Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu.
Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið.
Uppfært klukkan 16:27
Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir.
Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021