Matvörubúð opnuð á ný á Reykhólum fyrir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 12:41 Frá Reykhólum. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að matvöruverslun verði opnuð á ný á Reykhólum eigi síðar en 1. apríl. Þetta er tilkynnt eftir að stjórnvöld ákváðu að styrkja verslun á Reykhólum um 5,8 milljónir króna, en hún var ein þriggja verslana í strjálbýli sem hlutu sérstakan byggðastyrk í ár. Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Íbúar Reykhólahrepps hafa frá því í byrjun október í haust þurft að aka í hátt í klukkustund, annaðhvort til Hólmavíkur eða í Búðardal, til að kaupa nauðsynjavörur, eftir að rekstri Hólabúðar var hætt. Í frétt á heimasíðu Reykhólahrepps kemur fram að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við þau Helgu Guðmundsdóttur og Arnþór Sigurðsson, sem voru þau einu sem sóttu um þegar verslunarhúsnæðið var auglýst til leigu. Verslun og veitingastaður voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum. Rekstrinum var hætt í byrjun október í haust.Egill Aðalsteinsson „Þau stefna að formlegri opnun 1. apríl, en jafnvel fyrr ef vel gengur að koma hlutunum af stað,“ segir á Reykhólavefnum. „Eitt mál er þó óleyst, en það er íbúðarhúsnæði fyrir þau sjálf. Þau eru að leita að leiguhúsnæði á Reykhólum eða næsta nágrenni.“ Byggðastofnun tilkynnti í vikunni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði staðfest tillögur nefndar um úthlutun samtals 12 milljóna króna til verslunar í strjálbýli fyrir árið 2021. Auk verslunar á Reykhólum hlaut Kauptún á Vopnafirði 5,2 milljóna króna styrk og Hríseyjarbúðin einnar milljóna króna styrk. „Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar,“ segir í frétt Byggðastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember um Reykhólabúðina:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21 Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað. 4. desember 2020 21:21
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07