Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. janúar 2021 07:01 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar segir fyrstu mistök vinnustaða oft gerð þegar verið er að upplýsa um andlát starfsmanns eða náins aðstandanda starfsmanns. Hún hvetur vinnustaði til að leita sér ráðgjafar því hvert andlát sé sérstakt. Vísir/Vilhelm „Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. „Upplýsingagjöfin til annarra starfsmanna skiptir líka öllu máli. Hún þarf að vera í samráði við aðstandendur en þarf að vera mjög góð.“ Að sögn Guðrúnar getur upplýsingagjöfin gert það að verkum að mjög óþægilegar aðstæður skapast ef ekki er rétt að henni staðið. Hún tekur sem dæmi vinnufélaga sem hittust úti á göngu í páskafríi. Annar aðilinn hafði misst nákominn ástvin skyndilega rétt fyrir páska sem vinnustaðurinn hafði einungis upplýst fáa starfsmenn um. Þess vegna vissi hinn aðilinn ekki neitt, sló á létta strengi í spjalli sem tengdist páskaeggjum og ofáti. Oft er það þá sá sem ekki veit neitt sem verður miður sín á eftir því þegar að við vitum ekki neitt, er eðlilegt að við tölum bara um daginn og veginn." Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um andlát og sorg á vinnustöðum. Í dag er fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við og hvaða aðstoð er í boði. Í gær var fjallað um það við hverju vinnustaðir og samstarfsfólk mega búast við þegar andlát verður. Að bregðast við andláti: Vinnustaðurinn Það hvort andlátið ber að skyndilega eða snögglega, segir Guðrún engu skipta þegar kemur að sorgarferlinu sjálfu. Þá segir hún enga reglu vera til um það, hversu fljótt fólk mætir til vinnu. Helst þurfi að forðast að fólk mæti of snemma því reynsla hópstjóra Sorgarmiðstöðvarinnar er að margir sjái eftir því síðar. Vísbending um að viðkomandi sé að mæta of snemma er til dæmis ef fólk brestur í grát í tíma og ótíma, vinnuframleg sé skert og það sé oftar frá vinnu „Ég tek það þó fram að það er alveg eðlilegt að syrgjendur bresti í grát eftir að þeir mæta til vinnu Það er hins vegar gott að hafa í huga að margir eru mögulega að byrja að vinna of fljótt þótt þeir óski eftir því sjálfir. Þess vegna er mjög gott ef hægt er að leyfa fólki að mæta eða fara heim, eftir því hvernig líðanin er og eftir því hvað það treystir sér til," segir Guðrún. Það atriði sem oftast kemur samt fyrst upp þegar andlát verður, er hvernig á að tilkynna það. Og í þeim efnum eru stundum gerð mistök. Ég man til dæmis eftir tilviki þar sem vinnustaðurinn ákvað að láta aðeins hluta af starfsfólkinu vita um andátið því vinnustaðurinn var fjölmennur. Það sem menn áttuðu sig hins vegar ekki á var að í sömu götu og syrgjandinn bjó í, bjó annar starfsmaður og það var verulega óþægilegt fyrir hann að fá ekki að vita neitt frá vinnunni, sitja samt uppi með vitneskjuna sem nágranni. Fyrir vikið forðaðist hann samskipti við vinnufélagana þar til vinnustaðurinn hafði tilkynnt fréttirnar. Við búum í litlu landi, tengingar eru allstaðar og fréttir fljótar að berast, bara gott að hafa það í huga.“ Guðrún segir ráðgjöf Sorgarmiðstöðvarinnar meðal annars fara í gegnum þetta miðað við mismunandi aðstæður og starfsemi. „Því vinnustaðir eru ólíkir og það er mismunandi hvað hentar best. Það eru ekki allir vinnustaðir þetta týpíska skrifstofuumhverfi. Til dæmis eru iðnaðarmenn gjarnan mikið á ferðinni og hittast sjaldan allir á sama tíma. Þá vinna sumir á vöktum, vinnustöðvar í mismunandi landshlutum eða í sitthvoru landinu og á sumum stöðum þarf að láta viðskiptavini eða birgja vita. Það hverjir fá upplýsingar og hvernig upplýsingarnar eru orðaðar getur verið mjög ólíkt," segir Guðrún. Sorgarmiðstöðin er til húsa í Lífsgæðasetrinu á St. Jó í Hafnarfirði og þar eru ýmsir stuðningshópar til staðar fyrir syrgjendur. Vísir/Vilhelm Þá segir Guðrún vinnuveitendur geta létt mikið undir hjá aðstandendum. „Við aðstoðum vinnuveitendur með það hvaða hluti til dæmis mannauðsstjórinn getur boðist til að taka að sér. Því það er ekki nóg að bjóðast bara til að aðstoða, þetta týpíska „þú lætur bara vita ef ég get gert eitthvað.“ Betra er að tiltaka nákvæmlega þau atriði sem vinnuveitandinn vill sjá um til að létta undir,“ segir Guðrún. Sem dæmi nefnir Guðrún verkefni eins og að afla upplýsinga um réttindi frá stéttarfélögum, lífeyrissjóðum og fleirum. „Það er til dæmis himinn og haf hvað er í boði hjá tryggingarfélögum eftir andlát og flókið og erfitt fyrir aðstandendur í sorg að grafa það upp.“ Að sögn Guðrúnar koma líka stundum upp mál þar sem vinnuveitandinn vill vel en án ráðgjafar, eru einföld mistök gerð. Tökum sem dæmi vinnustað sem ákveður að styrkja hluta útfarakostnaðar starfsmanns sem fellur frá. Þá skiptir öllu máli að millifæra ekki styrkinn inn á launareikning viðkomandi því hann frýs og makinn kemst ekkert inn á þann reikning fyrr en búið er að gera upp dánarbúið,“ tiltekur Guðrún sem dæmi. Sorgarmiðstöðin hefur líka verið fengin á vinnustaði til að halda fyrirlestra, þótt engin andlát hafi orðið. Þar er þá fjallað almennt um sorg og sorgarviðbrögð og hvernig hægt er að styðja fólk í sorg. Guðrún segir sína reynslu af þessum fyrirlestrum vera þá þeir nýtast bæði stjórnendum og starfsfólki vel. Margir vinnustaðir eru með ákveðið verklag til að styðjast við þegar andlát verður, sem Guðrún segir í raun ágætt. Reynslan sýni hins vegar að hvert tilvik er einstakt. Til dæmis hvernig andlátið ber að, starfsaldur starfsmanns, tengsl við fjölskyldu hans, tengslin í starfsmannahópnum og svo framvegis. Þess vegna segir Guðrún það geta verið erfitt að treysta á staðlaðan „protocol“ og því hvetur hún vinnustaði til að leita ráðgjafar. Guðrún segir þó margt hægt að undirbúa þegar andlát hefur orðið. „Til dæmis er gott að vinnustaðurinn undirbúi sig undir það þegar einstaklingur snýr aftur til vinnu eftir að hafa misst ástvin. Og hann þarf að undirbúa sig með samstarfsfólkinu. Okkar reynsla er sú að þegar við erum kölluð til aðstoðar, er starfsfólk mjög þakklát fyrir umræðuna og þakklátt fyrir tækifærið til að spyrja um alls kyns atriði. Oft opnast hreinlega gáttir þegar að við mætum til að undirbúa starfsfólk," segir Guðrún. Síðan eru það praktísku atriðin sem huga þarf að. Sem dæmi nefnir hún að þegar starfsmaður vinnustaðar deyr, þarf að ákveða hver á að ganga frá vinnustöðinni og hvernig það verður gert. „Oft er nánustu samstarfsfélögum falið að gera það og ákveða þá um leið hvaða munir fara heim til aðstandenda. Þetta getur verið erfitt en getur verið gott eftir á að hafa fengið þetta hlutverk,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sorgarmiðstöðina leiðbeina vinnuveitendum varðandi „svigrúmið" sem aðstandendum er gjarnan gefið í kjölfar andláts. „Því þar gera margir mistök. Byrja kannski á því að segja viðkomandi að hann eða hún fái allan þann tíma sem viðkomandi þarf. Síðan koma upp praktísk mál og þá er farið að hringja," segir Guðrún og nefnir sem dæmi: Ímyndum okkur lítið fyrirtæki þar sem starfsmaðurinn sem greiðir út launin missir maka sinn. Vinnuveitandinn býður strax fram að starfsmaðurinn taki sér þann tíma sem hann þarf. En síðan líður að mánaðarmótum og þá vaknar spurningin: Hver á að borga út launin? Í svona málum leiðbeinum við vinnuveitendum hvernig best er að nálgast hlutina. Í raun skiptir þar mestu máli að vera heiðarlegur og skýr í samskiptunum strax því þá er það auðveldara fyrir báða aðilana að ræða saman þegar eitthvað kemur upp,“ segir Guðrún. Þá mælir Guðrún með því að vinnustaðir fái aðila eins og þau, presta eða sambærilega aðila til að vera með minningarstund með starfsfólki ef einstaklingur innan hópsins hefur fallið frá. „Við erum þá gjarnan með smá innlegg fyrst en oft opnast hreinlega gáttirþegar fólk byrjar að spyrja eða tjá sig. Þar koma fram alls kyns tilfinningar og oft er líka ágætt að vera með aðila eins og okkur til að staðfesta það að það er líka í lagi að hlæja. Þessar stundir eru starfsfólki oft mjög mikilvægar og gerir starfsfólki oft auðveldara með að fara síðan í gegnum sorgarferlið næstu vikur og mánuði. Starfsfólkið verður meðvitaðara um að allir hafa rétt á að syrgja og engir tveir syrgja eins," segir Guðrún. Að bregðast við andláti: Samstarfsfélagarnir Guðrún segir að eitt af því fyrsta sem skiptir máli hjá samstarfsfélögum og samfélaginu öllu sé hvernig og hvenær andlát er tilkynnt. Þar þurfi sérstaklega að gæta að samfélagsmiðlum, við sem samfélag Fólk er oft farið að setja hjarta og alls kyns kveðjur á Facebook þegar það er ekki búið að láta alla nánustu aðstandendur vita.“ Guðrún Jóna segir marga telja Sorgarmiðstöðina á fjárlögum en svo er ekki. Fyrst og fremst er starfið unnið af hugsjón einstaklinga sem hafa farið í gegnum erfiða reynslu. Sorgarmiðstöðin er háð styrkjum og greiðslum frá vinnustöðum sem til þeirra leita.Vísir/Vilhelm Þá segir Guðrún að í fyrirlestrum Sorgarmiðstöðvarinnar sé farið vel yfir það hvernig samstarfsfólk getur stutt við bakið á syrgjandi eða hagað samskiptum. „Fæstum okkar hefur verið kennt í grunnnámi eða framhaldsnámi hvernig við eigum að koma fram við þann sem nýlega hefur misst og er í sorg. Fólk er því oft óöruggt og þá er gott að heyra aðila eins og okkur eða prest eða aðra staðfesta að allar tilfinningar eru í lagi.“ Þá segir Guðrún fólk oft óöruggt með það hvernig það eigi að haga samskiptunum sínum við samstarfsfélaga sem nýlega missti nákominn ástvin. „En þar er besta ráðið frekar einfalt því það hreinlega felst í því að þú sýnir að þú sért til staðar. Þú þarft ekkert endilega að segja neitt," segir Guðrún. Oft þurfi líka að vanda sig hvernig staðið er að því að hitta samstarfsfélaga í fyrsta sinn, eftir að hann hefur misst náinn ástvin. Það gæti til dæmis verið gott ef fyrsta heimsókn er yfirmaðurinn og nánasti samstarfsfélaginn, síðan kannski þrír til fjórir nánustu samstarfsfélagarnir, svo deildin og loks allt sviðið," segir Guðrún en bætir við að þetta geti verið mismunandi eftir vinnustöðum en almennt séð gott að sjá þetta fyrir sér í skrefum. „Aðalmálið er að það getur verið gott að brjóta ísinn því annars getur viðkomandi syrgjandi farið að kvíða fyrir því að mæta til vinnu og hitta alla í einu í fyrsta sinn. En við förum betur yfir þetta í ráðgjöfinni okkar. Eins förum við yfir atriði sem skipta miklu máli fyrir syrgjandann þegar hann mætir til vinnu. Að vera með kveikt á kerti á skrifborðinu, eða að hans bíði falleg kveðjagetur til dæmis skipt rosalega miklu máli fyrir syrgjandann," segir Guðrún. Guðrún segir eitt af baráttumálum Sorgarmiðstöðvarinnar vera sorgarorlof en unnið er að frumvarpi til laga um slíkt orlof á Alþingi. Guðrún segir sorgarorlof verða stórt framfaraskref fyrir syrgjendur. Þá segir Guðrún þann misskilning stundum koma upp að Sorgarmiðstöðin sé einhvers konar stofnun á fjárlögum. „Svo er ekki. Við erum háð styrkjum og fyrst og fremst er þetta hugsjónarstarf því við sem hér erum, erum flest fólk sem höfum gengið í gegnum erfiða reynslu. Okkar sérstaða er jafningjastuðningur, fræðsla og hópastarf sem leitt er af fagfólki en við viljum koma því betur á framfæri að við erum líka þjónustuaðili sem vinnuveitendur geta leitað til. Og við viljum hjálpa," segir Guðrún. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Upplýsingagjöfin til annarra starfsmanna skiptir líka öllu máli. Hún þarf að vera í samráði við aðstandendur en þarf að vera mjög góð.“ Að sögn Guðrúnar getur upplýsingagjöfin gert það að verkum að mjög óþægilegar aðstæður skapast ef ekki er rétt að henni staðið. Hún tekur sem dæmi vinnufélaga sem hittust úti á göngu í páskafríi. Annar aðilinn hafði misst nákominn ástvin skyndilega rétt fyrir páska sem vinnustaðurinn hafði einungis upplýst fáa starfsmenn um. Þess vegna vissi hinn aðilinn ekki neitt, sló á létta strengi í spjalli sem tengdist páskaeggjum og ofáti. Oft er það þá sá sem ekki veit neitt sem verður miður sín á eftir því þegar að við vitum ekki neitt, er eðlilegt að við tölum bara um daginn og veginn." Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um andlát og sorg á vinnustöðum. Í dag er fjallað um það hvernig vinnustaðir og samstarfsfólk getur brugðist við og hvaða aðstoð er í boði. Í gær var fjallað um það við hverju vinnustaðir og samstarfsfólk mega búast við þegar andlát verður. Að bregðast við andláti: Vinnustaðurinn Það hvort andlátið ber að skyndilega eða snögglega, segir Guðrún engu skipta þegar kemur að sorgarferlinu sjálfu. Þá segir hún enga reglu vera til um það, hversu fljótt fólk mætir til vinnu. Helst þurfi að forðast að fólk mæti of snemma því reynsla hópstjóra Sorgarmiðstöðvarinnar er að margir sjái eftir því síðar. Vísbending um að viðkomandi sé að mæta of snemma er til dæmis ef fólk brestur í grát í tíma og ótíma, vinnuframleg sé skert og það sé oftar frá vinnu „Ég tek það þó fram að það er alveg eðlilegt að syrgjendur bresti í grát eftir að þeir mæta til vinnu Það er hins vegar gott að hafa í huga að margir eru mögulega að byrja að vinna of fljótt þótt þeir óski eftir því sjálfir. Þess vegna er mjög gott ef hægt er að leyfa fólki að mæta eða fara heim, eftir því hvernig líðanin er og eftir því hvað það treystir sér til," segir Guðrún. Það atriði sem oftast kemur samt fyrst upp þegar andlát verður, er hvernig á að tilkynna það. Og í þeim efnum eru stundum gerð mistök. Ég man til dæmis eftir tilviki þar sem vinnustaðurinn ákvað að láta aðeins hluta af starfsfólkinu vita um andátið því vinnustaðurinn var fjölmennur. Það sem menn áttuðu sig hins vegar ekki á var að í sömu götu og syrgjandinn bjó í, bjó annar starfsmaður og það var verulega óþægilegt fyrir hann að fá ekki að vita neitt frá vinnunni, sitja samt uppi með vitneskjuna sem nágranni. Fyrir vikið forðaðist hann samskipti við vinnufélagana þar til vinnustaðurinn hafði tilkynnt fréttirnar. Við búum í litlu landi, tengingar eru allstaðar og fréttir fljótar að berast, bara gott að hafa það í huga.“ Guðrún segir ráðgjöf Sorgarmiðstöðvarinnar meðal annars fara í gegnum þetta miðað við mismunandi aðstæður og starfsemi. „Því vinnustaðir eru ólíkir og það er mismunandi hvað hentar best. Það eru ekki allir vinnustaðir þetta týpíska skrifstofuumhverfi. Til dæmis eru iðnaðarmenn gjarnan mikið á ferðinni og hittast sjaldan allir á sama tíma. Þá vinna sumir á vöktum, vinnustöðvar í mismunandi landshlutum eða í sitthvoru landinu og á sumum stöðum þarf að láta viðskiptavini eða birgja vita. Það hverjir fá upplýsingar og hvernig upplýsingarnar eru orðaðar getur verið mjög ólíkt," segir Guðrún. Sorgarmiðstöðin er til húsa í Lífsgæðasetrinu á St. Jó í Hafnarfirði og þar eru ýmsir stuðningshópar til staðar fyrir syrgjendur. Vísir/Vilhelm Þá segir Guðrún vinnuveitendur geta létt mikið undir hjá aðstandendum. „Við aðstoðum vinnuveitendur með það hvaða hluti til dæmis mannauðsstjórinn getur boðist til að taka að sér. Því það er ekki nóg að bjóðast bara til að aðstoða, þetta týpíska „þú lætur bara vita ef ég get gert eitthvað.“ Betra er að tiltaka nákvæmlega þau atriði sem vinnuveitandinn vill sjá um til að létta undir,“ segir Guðrún. Sem dæmi nefnir Guðrún verkefni eins og að afla upplýsinga um réttindi frá stéttarfélögum, lífeyrissjóðum og fleirum. „Það er til dæmis himinn og haf hvað er í boði hjá tryggingarfélögum eftir andlát og flókið og erfitt fyrir aðstandendur í sorg að grafa það upp.“ Að sögn Guðrúnar koma líka stundum upp mál þar sem vinnuveitandinn vill vel en án ráðgjafar, eru einföld mistök gerð. Tökum sem dæmi vinnustað sem ákveður að styrkja hluta útfarakostnaðar starfsmanns sem fellur frá. Þá skiptir öllu máli að millifæra ekki styrkinn inn á launareikning viðkomandi því hann frýs og makinn kemst ekkert inn á þann reikning fyrr en búið er að gera upp dánarbúið,“ tiltekur Guðrún sem dæmi. Sorgarmiðstöðin hefur líka verið fengin á vinnustaði til að halda fyrirlestra, þótt engin andlát hafi orðið. Þar er þá fjallað almennt um sorg og sorgarviðbrögð og hvernig hægt er að styðja fólk í sorg. Guðrún segir sína reynslu af þessum fyrirlestrum vera þá þeir nýtast bæði stjórnendum og starfsfólki vel. Margir vinnustaðir eru með ákveðið verklag til að styðjast við þegar andlát verður, sem Guðrún segir í raun ágætt. Reynslan sýni hins vegar að hvert tilvik er einstakt. Til dæmis hvernig andlátið ber að, starfsaldur starfsmanns, tengsl við fjölskyldu hans, tengslin í starfsmannahópnum og svo framvegis. Þess vegna segir Guðrún það geta verið erfitt að treysta á staðlaðan „protocol“ og því hvetur hún vinnustaði til að leita ráðgjafar. Guðrún segir þó margt hægt að undirbúa þegar andlát hefur orðið. „Til dæmis er gott að vinnustaðurinn undirbúi sig undir það þegar einstaklingur snýr aftur til vinnu eftir að hafa misst ástvin. Og hann þarf að undirbúa sig með samstarfsfólkinu. Okkar reynsla er sú að þegar við erum kölluð til aðstoðar, er starfsfólk mjög þakklát fyrir umræðuna og þakklátt fyrir tækifærið til að spyrja um alls kyns atriði. Oft opnast hreinlega gáttir þegar að við mætum til að undirbúa starfsfólk," segir Guðrún. Síðan eru það praktísku atriðin sem huga þarf að. Sem dæmi nefnir hún að þegar starfsmaður vinnustaðar deyr, þarf að ákveða hver á að ganga frá vinnustöðinni og hvernig það verður gert. „Oft er nánustu samstarfsfélögum falið að gera það og ákveða þá um leið hvaða munir fara heim til aðstandenda. Þetta getur verið erfitt en getur verið gott eftir á að hafa fengið þetta hlutverk,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sorgarmiðstöðina leiðbeina vinnuveitendum varðandi „svigrúmið" sem aðstandendum er gjarnan gefið í kjölfar andláts. „Því þar gera margir mistök. Byrja kannski á því að segja viðkomandi að hann eða hún fái allan þann tíma sem viðkomandi þarf. Síðan koma upp praktísk mál og þá er farið að hringja," segir Guðrún og nefnir sem dæmi: Ímyndum okkur lítið fyrirtæki þar sem starfsmaðurinn sem greiðir út launin missir maka sinn. Vinnuveitandinn býður strax fram að starfsmaðurinn taki sér þann tíma sem hann þarf. En síðan líður að mánaðarmótum og þá vaknar spurningin: Hver á að borga út launin? Í svona málum leiðbeinum við vinnuveitendum hvernig best er að nálgast hlutina. Í raun skiptir þar mestu máli að vera heiðarlegur og skýr í samskiptunum strax því þá er það auðveldara fyrir báða aðilana að ræða saman þegar eitthvað kemur upp,“ segir Guðrún. Þá mælir Guðrún með því að vinnustaðir fái aðila eins og þau, presta eða sambærilega aðila til að vera með minningarstund með starfsfólki ef einstaklingur innan hópsins hefur fallið frá. „Við erum þá gjarnan með smá innlegg fyrst en oft opnast hreinlega gáttirþegar fólk byrjar að spyrja eða tjá sig. Þar koma fram alls kyns tilfinningar og oft er líka ágætt að vera með aðila eins og okkur til að staðfesta það að það er líka í lagi að hlæja. Þessar stundir eru starfsfólki oft mjög mikilvægar og gerir starfsfólki oft auðveldara með að fara síðan í gegnum sorgarferlið næstu vikur og mánuði. Starfsfólkið verður meðvitaðara um að allir hafa rétt á að syrgja og engir tveir syrgja eins," segir Guðrún. Að bregðast við andláti: Samstarfsfélagarnir Guðrún segir að eitt af því fyrsta sem skiptir máli hjá samstarfsfélögum og samfélaginu öllu sé hvernig og hvenær andlát er tilkynnt. Þar þurfi sérstaklega að gæta að samfélagsmiðlum, við sem samfélag Fólk er oft farið að setja hjarta og alls kyns kveðjur á Facebook þegar það er ekki búið að láta alla nánustu aðstandendur vita.“ Guðrún Jóna segir marga telja Sorgarmiðstöðina á fjárlögum en svo er ekki. Fyrst og fremst er starfið unnið af hugsjón einstaklinga sem hafa farið í gegnum erfiða reynslu. Sorgarmiðstöðin er háð styrkjum og greiðslum frá vinnustöðum sem til þeirra leita.Vísir/Vilhelm Þá segir Guðrún að í fyrirlestrum Sorgarmiðstöðvarinnar sé farið vel yfir það hvernig samstarfsfólk getur stutt við bakið á syrgjandi eða hagað samskiptum. „Fæstum okkar hefur verið kennt í grunnnámi eða framhaldsnámi hvernig við eigum að koma fram við þann sem nýlega hefur misst og er í sorg. Fólk er því oft óöruggt og þá er gott að heyra aðila eins og okkur eða prest eða aðra staðfesta að allar tilfinningar eru í lagi.“ Þá segir Guðrún fólk oft óöruggt með það hvernig það eigi að haga samskiptunum sínum við samstarfsfélaga sem nýlega missti nákominn ástvin. „En þar er besta ráðið frekar einfalt því það hreinlega felst í því að þú sýnir að þú sért til staðar. Þú þarft ekkert endilega að segja neitt," segir Guðrún. Oft þurfi líka að vanda sig hvernig staðið er að því að hitta samstarfsfélaga í fyrsta sinn, eftir að hann hefur misst náinn ástvin. Það gæti til dæmis verið gott ef fyrsta heimsókn er yfirmaðurinn og nánasti samstarfsfélaginn, síðan kannski þrír til fjórir nánustu samstarfsfélagarnir, svo deildin og loks allt sviðið," segir Guðrún en bætir við að þetta geti verið mismunandi eftir vinnustöðum en almennt séð gott að sjá þetta fyrir sér í skrefum. „Aðalmálið er að það getur verið gott að brjóta ísinn því annars getur viðkomandi syrgjandi farið að kvíða fyrir því að mæta til vinnu og hitta alla í einu í fyrsta sinn. En við förum betur yfir þetta í ráðgjöfinni okkar. Eins förum við yfir atriði sem skipta miklu máli fyrir syrgjandann þegar hann mætir til vinnu. Að vera með kveikt á kerti á skrifborðinu, eða að hans bíði falleg kveðjagetur til dæmis skipt rosalega miklu máli fyrir syrgjandann," segir Guðrún. Guðrún segir eitt af baráttumálum Sorgarmiðstöðvarinnar vera sorgarorlof en unnið er að frumvarpi til laga um slíkt orlof á Alþingi. Guðrún segir sorgarorlof verða stórt framfaraskref fyrir syrgjendur. Þá segir Guðrún þann misskilning stundum koma upp að Sorgarmiðstöðin sé einhvers konar stofnun á fjárlögum. „Svo er ekki. Við erum háð styrkjum og fyrst og fremst er þetta hugsjónarstarf því við sem hér erum, erum flest fólk sem höfum gengið í gegnum erfiða reynslu. Okkar sérstaða er jafningjastuðningur, fræðsla og hópastarf sem leitt er af fagfólki en við viljum koma því betur á framfæri að við erum líka þjónustuaðili sem vinnuveitendur geta leitað til. Og við viljum hjálpa," segir Guðrún.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00