Ísland aðili að áskorun um fjölmiðlafrelsi í Úganda Heimsljós 11. janúar 2021 13:47 Frá Kampala í Úganda Wikimedia Commons Ísland hefur gerst aðili að tveimur yfirlýsingum þar sem skorað er á stjórnvöld í Úganda, að tryggja öryggi blaðamanna þar í aðdraganda kosninga Ísland hefur gerst aðili að tveimur yfirlýsingum þar sem skorað er á stjórnvöld í Úganda, mikilvægu samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu, að tryggja öryggi blaðamanna þar í aðdraganda kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Tryggja verður öryggi blaðamanna í Úganda og stöðu frjálsra og óháðra fjölmiðla í landinu í aðdraganda kosninga sem fara þar fram í næstu viku. Ákalli þar að lútandi er komið á framfæri í tveimur sameiginlegum yfirlýsingum fjölda ríkja sem Ísland hefur gerst aðili enda sé það eitt helsta einkenni lýðræðisríkja að fjölmiðlar fái þar starfað án þess að sæta ofsóknum og hótunum. „Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélögum og frelsi blaðamanna til að leita sannleikans og koma honum á framfæri við almenning er órjúfanlegur þáttur tjáningarfrelsisins. Við skorum þess vegna á stjórnvöld í Úganda að tryggja öryggi þeirra í aðdraganda kosninganna sem þar standa fyrir dyrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Úganda er mikilvægt samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu en í þróunarsamvinnuáætlun Íslands fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi hefur samþykkt, er lögð áhersla á að horfa til mannréttinda og virðingar fyrir þeim í samstarfsríkjum Íslands. Önnur yfirlýsingin, sem Ísland er aðili að, er gefin út af fimmtán ríkjum sem sendiráð hafa í Kampala og/eða eiga í þróunarsamstarfi við Úganda og er í henni lögð áhersla á mikilvægi komandi kosninga til að tryggja þann árangur sem náðst hafi í landinu á undanförnum árum, í átt að lýðræði, aukinni velsæld, friði og þróun. Ýmislegt sem átt hafi sér stað í kosningabaráttunni geti grafið undan þessari þróun og gegn því verði að sporna. Ísland er jafnframt aðili að fjölmiðlafrelsisbandalagi, Media Freedom Alliance, sem Bretar og Kanadamenn beittu sér fyrir að koma á fót í fyrra og telur nú 37 aðildarríki. Hin yfirlýsingin, sem Ísland hefur gerst aðili að, er sett fram af þessu bandalagi og eiga alls átján ríki aðild að henni. Er þar sérstaklega vikið að hlutverki fjölmiðla og jafnframt skorað á stjórnvöld í Úganda að tryggja að kosningar í landinu 14. janúar geti farið fram með lýðræðislegum hætti og þar sem öryggi allra er tryggt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent
Ísland hefur gerst aðili að tveimur yfirlýsingum þar sem skorað er á stjórnvöld í Úganda, mikilvægu samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu, að tryggja öryggi blaðamanna þar í aðdraganda kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðlafrelsi. Tryggja verður öryggi blaðamanna í Úganda og stöðu frjálsra og óháðra fjölmiðla í landinu í aðdraganda kosninga sem fara þar fram í næstu viku. Ákalli þar að lútandi er komið á framfæri í tveimur sameiginlegum yfirlýsingum fjölda ríkja sem Ísland hefur gerst aðili enda sé það eitt helsta einkenni lýðræðisríkja að fjölmiðlar fái þar starfað án þess að sæta ofsóknum og hótunum. „Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélögum og frelsi blaðamanna til að leita sannleikans og koma honum á framfæri við almenning er órjúfanlegur þáttur tjáningarfrelsisins. Við skorum þess vegna á stjórnvöld í Úganda að tryggja öryggi þeirra í aðdraganda kosninganna sem þar standa fyrir dyrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Úganda er mikilvægt samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu en í þróunarsamvinnuáætlun Íslands fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi hefur samþykkt, er lögð áhersla á að horfa til mannréttinda og virðingar fyrir þeim í samstarfsríkjum Íslands. Önnur yfirlýsingin, sem Ísland er aðili að, er gefin út af fimmtán ríkjum sem sendiráð hafa í Kampala og/eða eiga í þróunarsamstarfi við Úganda og er í henni lögð áhersla á mikilvægi komandi kosninga til að tryggja þann árangur sem náðst hafi í landinu á undanförnum árum, í átt að lýðræði, aukinni velsæld, friði og þróun. Ýmislegt sem átt hafi sér stað í kosningabaráttunni geti grafið undan þessari þróun og gegn því verði að sporna. Ísland er jafnframt aðili að fjölmiðlafrelsisbandalagi, Media Freedom Alliance, sem Bretar og Kanadamenn beittu sér fyrir að koma á fót í fyrra og telur nú 37 aðildarríki. Hin yfirlýsingin, sem Ísland hefur gerst aðili að, er sett fram af þessu bandalagi og eiga alls átján ríki aðild að henni. Er þar sérstaklega vikið að hlutverki fjölmiðla og jafnframt skorað á stjórnvöld í Úganda að tryggja að kosningar í landinu 14. janúar geti farið fram með lýðræðislegum hætti og þar sem öryggi allra er tryggt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent