Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að eftir að hafa fengið send fleiri gögn frá AstraZenica sé búist við að fyrirtækið sæki um skilyrt markaðsleyfi í Evrópu þegar í næstu viku.
„Möguleg niðurstaða – lok janúar, fer eftir gögnum og framgang mats,“ segir í tilkynningunni.
After having received more data from the company, EMA is expecting Astra Zeneca to submit a conditional marketing application for its #COVID19vaccine next week. Possible conclusion - end of Jan, depending on data and evaluation progress. #EMAPublicMeeting2
— EU Medicines Agency (@EMA_News) January 8, 2021
Á síðunni boluefni.is kemur fram að mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) sé forsenda markaðsleyfis, en að ekki liggi fyrir hvenær EMA muni gefa út álit.
„Ísland fær um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. Komutími óviss en Astra Zeneca stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi.“
Lyfjastofnun Íslands hefur nú þegar veitt bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna markaðsleyfi á Íslandi. Bólusetning hófst með bóluefni Pfizer þann 29. desember síðastliðinn. Bárust alls tíu þúsund skammtar til landsins, sem duga fyrir fimm þúsund manns.
Áætlað er að Ísland fái fimm þúsund skammta frá Moderna í janúar og febrúar.