27 milljóna króna harmsaga sem endar vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 15:31 Hewitt spilaði fyrst á hljóðfærið á streymistónleikum í Tómasarkirkju í Leipzig í nóvember í fyrra. Myndin er hins vegar frá 2019. epa/Ricardo Maldonado Rozo Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra. „Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það. Tónlist Menning Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það.
Tónlist Menning Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira