Alfreð er á meiðslalistanum en óvíst er hvenær hann verður klár í slaginn á ný. Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Iago þrettán mínútum fyrir leikslok.
Augsburg er eftir sigurinn í tíunda sæti deildarinnar en Köln er í því fimmtánda.
Foi gol!
— FC Augsburg (@FCA_World) January 2, 2021
Iago adds some color to this match! pic.twitter.com/YN817xpWHg
Bayer Leverkusen tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni er liðið tapaði gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Leverkusen nú tveimur stigum á eftir Bayern Munchen sem á leik til góða.
Úrslit dagsins í þýska boltanum:
FC Köln - Augsburg 0-1
Arminia Bielefeld - Borussia Mönchengladbach 0-1
Eintracht Frankfurt - Bayer Leverkusen 2-1
Hoffenheim - Freiburg 1-3
Werder Bremen - Union Berlin 0-2
17.30 Hertha Berlin - Schalke 04
19.30 Stuttgart - Leipzig