Segir HK með veikari hóp í ár: Var á leið til Englands að skoða leikmenn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 20:00 Brynjar Björn var svekktur með úrslitin. vísir/bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Brynjar Björn var gestur í Sportinu í dag þar sem farið var yfir víðan völl og þar var einnig komið inn á leikmannamarkaðinn þar sem HK hefur ekki verið að gera stóra hluti heldur frekar misst leikmenn. „Ég vona að við fáum að bæta aðeins í en á sama tíma er ég undirbúinn að fara inn í mótið með þennan hóp. Til að byrja með gef ég mér þær forsendur að ég fari með þennan hóp inn í mótið,“ sagði Brynjar. „Það þýðir lítið að vinna með ef og hefði. Staðan er svona. Við höfum reynt við leikmenn en ekki náð þeim leikmönnum sem við höfum reynt að ná í. Við erum í dag með veikari hóp. Við erum með áþekkt lið en örlítið veikari hóp. Útlitið í dag er þannig að mótið mun spilast þétt og hratt og þá þarftu að vera með smá dýpt í hópnum.“ Hann segir að HK hafi verið byrjað að leita að styrkingu er kórónuveiran skall á. Brynjar ætlaði að nýta tengingar sínar í Englandi. „Við vorum farnir að leita út fyrir landsteinana í byrjun mars. Við erum aðallega að leita að leikmönnum hér heima á Íslandi; hvort sem það eru eldri og reyndari eða yngri og efnilegri leikmenn sem gætu fengið tækifæri hjá HK að spila í efstu deild.“ „Ég var farinn að setja mig í samband við menn úti í Englandi, til að byrja með, og var á leiðinni þangað út að kíkja á leikmenn,“ sagði Brynjar. Klippa: Sportið í dag - Brynjar Björn um frekari liðsstyrk til HK Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
HK Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira