Í kjölfar kórónuveirunnar: Leitin að leiðtogum er hafin Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. maí 2020 09:00 Álitsgjafar Atvinnulífsins í umfjöllun um leiðtoga, fv.: Steinþór Pálsson, Guðrún Högnadóttir, Jensína K. Böðvarsdóttir Vísir/Vilhelm Opin samskipti, gegnsæi og traust eru meðal þeirra lykilatriða sem þrír álitsgjafar Atvinnulífsins nefna sérstaklega aðspurðir um þau atriði sem leiðtogar þurfa að búa yfir nú þegar endurreisn atvinnulífsins þarf að hefjast. Frumkvæði, kjarkur og þor til að leita á ný mið þarf að vera til staðar. Þá þarf leiðtoginn að geta fengið annað fólk til liðs við sig og má ekki staldra of lengi við núverandi aðstæður. Í greinaröð Atvinnulífsins í dag verður fjallað um leiðtoga í kjölfar kórónuveirunnar: Hvað þurfa þeir að geta gert, hvað einkennir þá, hver eru algengustu mistök leiðtoga og má gera ráð fyrir að starfsmannavelta verði mikil í leiðtogastöðum fyrirtækja næstu misseri? Í fyrstu grein af þremur svara þrír álitsgjafar eftirfarandi spurningu: Hvað einkennir góðan leiðtoga og hvað þarf góður leiðtogi að leggja áherslu á næstu misseri? Stýrir starfsfólkinu í átt að nýjum heimi Guðrún Högnadóttir bendir m.a. á að oft hafa mestu framfarir í heiminum orðið í kjölfar samdráttarskeiða. Nú þurfi leiðtogar að hugsa eins og frumkvöðlar.Vísir/Vilhelm Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey: „Heimsbyggðin hefur oft upplifað mestu framfaraskeið mannkynsögunnar í kjölfar áfalla. Endurreisnin vaknaði i kjölfar heimsfaraldurs Svartadauða á miðöldum. Iðnbyltingin á meðal annars rætur sínar að rekja til mikillar fólksfjölgunar og kreppunnar miklu á síðustu öld. Og þekkingarbyltingin vex á grunni takmarkaðra auðlinda og þarfa okkar fyrir sjálfbæran vöxt. Öll upplifum við ótta og óvissu í miðri krísu, en við getum látið okkur hlakka til gagngerra – og vonandi jákvæðra breytinga á öllum sviðum samfélagsins: menntunar, atvinnulífs, stjórnmála, tækni, umhverfis, lista og mannlífs. Sá nýi heimur er okkar að móta, okkar að fagna, okkar að skapa. Öflugir leiðtogar eru meðvitaðir um hvar vinnustaðir eru staddir í breytingarstjórnunarferlinu og stýra sínum teymum í átt að nýjum heimi af festu og mennsku. Ætla má að við séum flest stödd í fyrsta fasa „truflunar“ og erum rétt að átta okkur á áhrifum heimsfaraldursins á flesta þætti reksturs. Á þessu stigi er mikilvægt að halda áfram að miðla reglulega um stöðu og sókn, eiga opin, einlæg og tíð samskipti, sækjast eftir endurgjöf og minna á tilgang og sýn. Einnig er afgerandi að skipta verkum: hluti fólks heldur daglegum dampi, önnur teymi vinna að nýrri sókn. Nú gefst einstakt tækifæri til að endurskoða reksturinn, setja stefnu á ný mið og hafa kjarkinn til að nýta hvítan striga að skapa vinnustað og samfélag sem er öðrum til fyrirmyndar. Öflugir stjórnendur leita fanga víða og virkja hvort tveggja í senn nýsköpunarkraft starfsmanna sem og ytri sérfræðinga, rannsóknir og erlent hugvit. Á meðan eftirspurn er reikul er afgerandi að virkja krafta starfsfólks við að einfalda ferla, sjálfvirknivæða starfsemina, uppfæra gögn og greiningar, fræða starfsfólk og undirbúa næstu verkefni. Þegar ákvörðun liggur fyrir um nýja sókn, er afgerandi að halda fókus og einblína á þá þætti sem mestu máli skipta, styðjast við sýnilegt mælaborð, fagna snemma og læra af mistökunum. Sem fyrr skipta öflug endurgjöf og opin samskipti sköpum, ávallt og alls staðar.“ „Tryggja tekjustraum með hugarfari frumkvöðuls“ „Mikilvægustu verkefni flestra stjórnenda næstu mánuði er að tryggja tekjustraum með hugarfari frumkvöðuls, að standa vörð um þekkingu og mannauð, að virkja slagkraft nýsköpunar og hagnýta stafræna þróun öllum til góðs. Á meðan samfélög bíða eftir bólusetningu og meðferð við COVID 19 er það okkar; starfsmanna, kennara, foreldra, leiðtoga a öllum stigum, að sýna ábyrgð, frumkvæði og kjark til að halda á ný mið.“ Hefur sterka sýn og gott siðferði Jensína K. Böðvarsdóttir segir leiðtoga oft einblína á stefnu og skipulagen gleyma að leggja áherslu á mannlegu þættina.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir ráðgjafi hjá Valcon (e. Associate Partner): „Það sem einkennir góða leiðtoga í stuttu máli er að þeir eru mannlegir og hafa reynslu og ánægju af því að hjálpa öðrum, þeir líta á sjálfa sig sem fremsta á meðal jafningja, þeir hvetja til samstarfs og miðla upplýsingum, eru stöðugt að læra og læra einnig af mistökum, hafa sterka sýn og réttlætiskennd, eru heiðarlegir og hafa siðferði að leiðarljósi. Við hjá Valcon vinnum mikið með „conscious sustainable leadership“ sem mér gengur illa að þýða á íslenskt mál, en slíkir leiðtogar hafa það sem ég taldi upp hér að ofan. Þeir vinna jafnt með skipulag, viðskiptaferla og tækni, fyrirtækjamenningu, hugarfar og hegðun starfsmanna. Allt þarf þetta að vera í ákveðnu jafnvægi til að keyra áfram breytingar í breyttri heimsmynd.“ „Það væri algjör synd ef við færum til baka“ „Alheimsáhrifin útaf Covid-19 hafa gerbreytt heiminum og haft mikil áhrif á félagslega þætti, hegðun og hugarfar allra, þ.m.t. leiðtoga. Í raun skall þessi breyting á leiðtoga án fyrirvara. Þeir sem höndluðu ekki þessar breytingar voru þeir sem vantreystu starfsfólki og reyndu að stjórna í gegnum fjarvinnuna. Þetta eru þeir sem bókstaflega anda ofan í hálsmálið á sínu starfsfólki og eru mjög uppteknir af tíma- og verkefnaskráningu. Þeir leiðtogar sem kunnu að bregðast við þessum breytingum treystu starfsfólki, lögðu áherslu á gegnsæi og fengu starfsfólk til að koma með tillögur að breyttu vinnulagi. Starfsmennirnir tóku ábyrgð á eigin verkefnum. Þeir sem sýna vantraust í verki, uppskera í samræmi við það. Þeir sem treysta sínu fólki og vinna með hæfileika og styrkleika hvers og eins leysa úr læðingi leikgleði og nýjungar. Það væri algjör synd ef við færum til baka og gerðum hlutina eins og við gerðum áður. Við erum öll búin að læra að vinna með fjarfundi og við getum unnið að heiman. Það hafa orðið miklar breytingar í okkar ytra umhverfi, til dæmis hefur netverslun þroskast um að minnsta kosti fimm ár á tveimur mánuðum og margt sem við héldum að tæki mörg ár að innleiða gagnvart viðskiptavinum hefur gerst á sama tíma. Þetta eru mikil tækifæri. Flestir leiðtogar einblína á stefnu og skipulag til að innleiða breytingar, en gleyma því miður að leggja áherslu á mannlegu þættina, það hvernig starfsmenn bregðast við breytingum og hvaða áhrif þær hafa á þeirra hugarfar og hegðun. Starfsmenn sem upplifa opin samskipti, gegnsæi og traust eru miklu líklegir til að vinna með breytingar og gera þær varanlegri. Þetta er það sem mér finnst skipta mestu máli við leiðtoga framtíðarinnar.“ Er ástríðufullur, heiðarlegur og treystir Steinþór Pálsson segir að ekki megi staldra of lengi slæma stöðu, leiðtogar þurfi að vera hugrakkir og útsjónarsamir.Vísir/Vilhelm Steinþór Pálsson leiðir stjórnendaráðgjöf hjá KPMG (e.Management Consulting): Góður leiðtogi er heiðarlegur, hlustar, les í umhverfið og er árangursmiðaður. Hann hefur skýra framtíðarsýn, göfugan tilgang og trúverðuga áætlun við að ná árangri. Leiðtoginn er ástríðufullur, upplýsir, treystir og fær starfsfólk og aðra hagaðila með sér í lið og aðgerðir. Þetta eru atriði sem gilda um góðan leiðtoga en þó ekki tæmandi upptalning.“ „Þarf að breyta áskorunum og vandamálum í tækifæri „Í þeirri stöðu sem nú er uppi þar sem verulega kreppir að í rekstrarumhverfi flestra fyrirtækja þurfa leiðtogar sannanlega að vinna í samræmi við ofangreint. Mikilvægt er að lesa hratt þá stöðu sem við blasir. Staðan getur verið mismunandi eftir atvinnugreinum og tegund fyrirtækja. Hjá sumum blasa við verulegir erfiðleikar og verkefnið er að endurmóta starfsemina frá grunni til að forðast þrot. Hjá öðrum þarf að hagræða eða uppfæra stefnu. Og þá eru enn aðrir sem sjá fram á veruleg vaxtartækifæri vegna breyttrar hegðunar neytenda. Framtíðin er hliðholl þeim sem taka frumkvæði. Því má ekki dvelja of lengi við það hversu slæm staðan er. Kappkosta þarf að breyta áskorunum og vandamálum í tækifæri. Koma þarf á stöðugleika, vernda og endurheimta virði. Sýna þarf hugrekki og útsjónarsemi til skemmri sem lengri tíma. Stýra þarf starfseminni í gegnum fordæmalaus áhrif COVID-19, undirbúa rekstur fyrir almenna efnahagslægð og nýjan veruleika með stefnumótandi ákvörðunum um framtíð félagsins.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00 „Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga“ „Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga til að tryggja eins og kostur er arðbæran og kraftmikinn rekstur,“ segir Katrín S. Óladóttir í þriðju og síðustu grein í greinaröð Atvinnulífsins um stöðu leiðtoga á tímum kórónuveirunnar. 6. maí 2020 13:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Opin samskipti, gegnsæi og traust eru meðal þeirra lykilatriða sem þrír álitsgjafar Atvinnulífsins nefna sérstaklega aðspurðir um þau atriði sem leiðtogar þurfa að búa yfir nú þegar endurreisn atvinnulífsins þarf að hefjast. Frumkvæði, kjarkur og þor til að leita á ný mið þarf að vera til staðar. Þá þarf leiðtoginn að geta fengið annað fólk til liðs við sig og má ekki staldra of lengi við núverandi aðstæður. Í greinaröð Atvinnulífsins í dag verður fjallað um leiðtoga í kjölfar kórónuveirunnar: Hvað þurfa þeir að geta gert, hvað einkennir þá, hver eru algengustu mistök leiðtoga og má gera ráð fyrir að starfsmannavelta verði mikil í leiðtogastöðum fyrirtækja næstu misseri? Í fyrstu grein af þremur svara þrír álitsgjafar eftirfarandi spurningu: Hvað einkennir góðan leiðtoga og hvað þarf góður leiðtogi að leggja áherslu á næstu misseri? Stýrir starfsfólkinu í átt að nýjum heimi Guðrún Högnadóttir bendir m.a. á að oft hafa mestu framfarir í heiminum orðið í kjölfar samdráttarskeiða. Nú þurfi leiðtogar að hugsa eins og frumkvöðlar.Vísir/Vilhelm Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey: „Heimsbyggðin hefur oft upplifað mestu framfaraskeið mannkynsögunnar í kjölfar áfalla. Endurreisnin vaknaði i kjölfar heimsfaraldurs Svartadauða á miðöldum. Iðnbyltingin á meðal annars rætur sínar að rekja til mikillar fólksfjölgunar og kreppunnar miklu á síðustu öld. Og þekkingarbyltingin vex á grunni takmarkaðra auðlinda og þarfa okkar fyrir sjálfbæran vöxt. Öll upplifum við ótta og óvissu í miðri krísu, en við getum látið okkur hlakka til gagngerra – og vonandi jákvæðra breytinga á öllum sviðum samfélagsins: menntunar, atvinnulífs, stjórnmála, tækni, umhverfis, lista og mannlífs. Sá nýi heimur er okkar að móta, okkar að fagna, okkar að skapa. Öflugir leiðtogar eru meðvitaðir um hvar vinnustaðir eru staddir í breytingarstjórnunarferlinu og stýra sínum teymum í átt að nýjum heimi af festu og mennsku. Ætla má að við séum flest stödd í fyrsta fasa „truflunar“ og erum rétt að átta okkur á áhrifum heimsfaraldursins á flesta þætti reksturs. Á þessu stigi er mikilvægt að halda áfram að miðla reglulega um stöðu og sókn, eiga opin, einlæg og tíð samskipti, sækjast eftir endurgjöf og minna á tilgang og sýn. Einnig er afgerandi að skipta verkum: hluti fólks heldur daglegum dampi, önnur teymi vinna að nýrri sókn. Nú gefst einstakt tækifæri til að endurskoða reksturinn, setja stefnu á ný mið og hafa kjarkinn til að nýta hvítan striga að skapa vinnustað og samfélag sem er öðrum til fyrirmyndar. Öflugir stjórnendur leita fanga víða og virkja hvort tveggja í senn nýsköpunarkraft starfsmanna sem og ytri sérfræðinga, rannsóknir og erlent hugvit. Á meðan eftirspurn er reikul er afgerandi að virkja krafta starfsfólks við að einfalda ferla, sjálfvirknivæða starfsemina, uppfæra gögn og greiningar, fræða starfsfólk og undirbúa næstu verkefni. Þegar ákvörðun liggur fyrir um nýja sókn, er afgerandi að halda fókus og einblína á þá þætti sem mestu máli skipta, styðjast við sýnilegt mælaborð, fagna snemma og læra af mistökunum. Sem fyrr skipta öflug endurgjöf og opin samskipti sköpum, ávallt og alls staðar.“ „Tryggja tekjustraum með hugarfari frumkvöðuls“ „Mikilvægustu verkefni flestra stjórnenda næstu mánuði er að tryggja tekjustraum með hugarfari frumkvöðuls, að standa vörð um þekkingu og mannauð, að virkja slagkraft nýsköpunar og hagnýta stafræna þróun öllum til góðs. Á meðan samfélög bíða eftir bólusetningu og meðferð við COVID 19 er það okkar; starfsmanna, kennara, foreldra, leiðtoga a öllum stigum, að sýna ábyrgð, frumkvæði og kjark til að halda á ný mið.“ Hefur sterka sýn og gott siðferði Jensína K. Böðvarsdóttir segir leiðtoga oft einblína á stefnu og skipulagen gleyma að leggja áherslu á mannlegu þættina.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir ráðgjafi hjá Valcon (e. Associate Partner): „Það sem einkennir góða leiðtoga í stuttu máli er að þeir eru mannlegir og hafa reynslu og ánægju af því að hjálpa öðrum, þeir líta á sjálfa sig sem fremsta á meðal jafningja, þeir hvetja til samstarfs og miðla upplýsingum, eru stöðugt að læra og læra einnig af mistökum, hafa sterka sýn og réttlætiskennd, eru heiðarlegir og hafa siðferði að leiðarljósi. Við hjá Valcon vinnum mikið með „conscious sustainable leadership“ sem mér gengur illa að þýða á íslenskt mál, en slíkir leiðtogar hafa það sem ég taldi upp hér að ofan. Þeir vinna jafnt með skipulag, viðskiptaferla og tækni, fyrirtækjamenningu, hugarfar og hegðun starfsmanna. Allt þarf þetta að vera í ákveðnu jafnvægi til að keyra áfram breytingar í breyttri heimsmynd.“ „Það væri algjör synd ef við færum til baka“ „Alheimsáhrifin útaf Covid-19 hafa gerbreytt heiminum og haft mikil áhrif á félagslega þætti, hegðun og hugarfar allra, þ.m.t. leiðtoga. Í raun skall þessi breyting á leiðtoga án fyrirvara. Þeir sem höndluðu ekki þessar breytingar voru þeir sem vantreystu starfsfólki og reyndu að stjórna í gegnum fjarvinnuna. Þetta eru þeir sem bókstaflega anda ofan í hálsmálið á sínu starfsfólki og eru mjög uppteknir af tíma- og verkefnaskráningu. Þeir leiðtogar sem kunnu að bregðast við þessum breytingum treystu starfsfólki, lögðu áherslu á gegnsæi og fengu starfsfólk til að koma með tillögur að breyttu vinnulagi. Starfsmennirnir tóku ábyrgð á eigin verkefnum. Þeir sem sýna vantraust í verki, uppskera í samræmi við það. Þeir sem treysta sínu fólki og vinna með hæfileika og styrkleika hvers og eins leysa úr læðingi leikgleði og nýjungar. Það væri algjör synd ef við færum til baka og gerðum hlutina eins og við gerðum áður. Við erum öll búin að læra að vinna með fjarfundi og við getum unnið að heiman. Það hafa orðið miklar breytingar í okkar ytra umhverfi, til dæmis hefur netverslun þroskast um að minnsta kosti fimm ár á tveimur mánuðum og margt sem við héldum að tæki mörg ár að innleiða gagnvart viðskiptavinum hefur gerst á sama tíma. Þetta eru mikil tækifæri. Flestir leiðtogar einblína á stefnu og skipulag til að innleiða breytingar, en gleyma því miður að leggja áherslu á mannlegu þættina, það hvernig starfsmenn bregðast við breytingum og hvaða áhrif þær hafa á þeirra hugarfar og hegðun. Starfsmenn sem upplifa opin samskipti, gegnsæi og traust eru miklu líklegir til að vinna með breytingar og gera þær varanlegri. Þetta er það sem mér finnst skipta mestu máli við leiðtoga framtíðarinnar.“ Er ástríðufullur, heiðarlegur og treystir Steinþór Pálsson segir að ekki megi staldra of lengi slæma stöðu, leiðtogar þurfi að vera hugrakkir og útsjónarsamir.Vísir/Vilhelm Steinþór Pálsson leiðir stjórnendaráðgjöf hjá KPMG (e.Management Consulting): Góður leiðtogi er heiðarlegur, hlustar, les í umhverfið og er árangursmiðaður. Hann hefur skýra framtíðarsýn, göfugan tilgang og trúverðuga áætlun við að ná árangri. Leiðtoginn er ástríðufullur, upplýsir, treystir og fær starfsfólk og aðra hagaðila með sér í lið og aðgerðir. Þetta eru atriði sem gilda um góðan leiðtoga en þó ekki tæmandi upptalning.“ „Þarf að breyta áskorunum og vandamálum í tækifæri „Í þeirri stöðu sem nú er uppi þar sem verulega kreppir að í rekstrarumhverfi flestra fyrirtækja þurfa leiðtogar sannanlega að vinna í samræmi við ofangreint. Mikilvægt er að lesa hratt þá stöðu sem við blasir. Staðan getur verið mismunandi eftir atvinnugreinum og tegund fyrirtækja. Hjá sumum blasa við verulegir erfiðleikar og verkefnið er að endurmóta starfsemina frá grunni til að forðast þrot. Hjá öðrum þarf að hagræða eða uppfæra stefnu. Og þá eru enn aðrir sem sjá fram á veruleg vaxtartækifæri vegna breyttrar hegðunar neytenda. Framtíðin er hliðholl þeim sem taka frumkvæði. Því má ekki dvelja of lengi við það hversu slæm staðan er. Kappkosta þarf að breyta áskorunum og vandamálum í tækifæri. Koma þarf á stöðugleika, vernda og endurheimta virði. Sýna þarf hugrekki og útsjónarsemi til skemmri sem lengri tíma. Stýra þarf starfseminni í gegnum fordæmalaus áhrif COVID-19, undirbúa rekstur fyrir almenna efnahagslægð og nýjan veruleika með stefnumótandi ákvörðunum um framtíð félagsins.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00 „Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga“ „Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga til að tryggja eins og kostur er arðbæran og kraftmikinn rekstur,“ segir Katrín S. Óladóttir í þriðju og síðustu grein í greinaröð Atvinnulífsins um stöðu leiðtoga á tímum kórónuveirunnar. 6. maí 2020 13:05 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00
„Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga“ „Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga til að tryggja eins og kostur er arðbæran og kraftmikinn rekstur,“ segir Katrín S. Óladóttir í þriðju og síðustu grein í greinaröð Atvinnulífsins um stöðu leiðtoga á tímum kórónuveirunnar. 6. maí 2020 13:05