Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:00 Gary Neville kveið fyrir stundinni þegar Liverpool yrði aftur enskur meistari en á miklu auðveldara með að sætta sig við það undir núverandi kringumstæðum. Samsett/Getty Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira