Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 23:33 Lögregluþjónar handtaka mótmælanda sem er andvígur félagsforðun við mótmæli sem fóru fram í London í gær. EPA/Facundo Arrizabalaga Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira