Fimmtán ár í dag síðan að Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 11:00 Frank Lampard fagnar öðru marka sinna á móti Bolton 30. apríl 2005 með Eiði Smára Guðjohnsen. Frank og Eiður Smári voru tveir markahæstu leikmenn Chelsea á þessu tímabili. Getty/Mike Egerton 30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira