Stjórn Liverpool hló að fréttum um að Mane sé á leið til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 09:30 Sadio Mane er ekki á förum frá Liverpool samkvæmt frétt hjá The Athletic. vísir/getty Sadio Mané hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid síðustu vikurnar en stjórnarmenn Liverpool hafa enga trú á því að Senegalinn vilji yfirgefa Liverpool. Það hefur verið svolítið streituvaldandi að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var leik í deildinni frestað þegar liðið var komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn og svo hafa erlendir miðlar verið að orða stjörnur Liverpool liðsins við stórlið á Spáni. Liverpool chiefs' response after Sadio Mane linked with Real Madrid transferhttps://t.co/1rXKWIIfVW pic.twitter.com/9gD4a3ioVc— Mirror Football (@MirrorFootball) April 2, 2020 Nú geta stuðningsmenn Liverpool andað aðeins léttar. Það lítur reyndar ekki út að þeir verði krýndir enskir meistarar í bráð en slúðrið um Sadio Mané og Mo Salah virðist aðeins hafa verið innihaldslaust slúður. Stjórnarmenn Liverpool hafa nefnilega engar áhyggjur af því að Sadio Mané vilji komist til Real Madrid eins og hefur verið skrifað mikið um. Þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic. Blaðamaður The Athletic komst í samband við ónefndan stjórnarmann í Liverpool og fékk að vita það hver viðbrögð hennar voru við þessum fréttum af Mané og Real Madrid. UEFA announcement boost for #LFC Sterling, Mane rumours rubbished Transfer market masters Werner team-mate sends messageIt's the Morning Bulletin podcast with @PaulWheelock and @MattAddison97 https://t.co/V2ib1Es9WQ pic.twitter.com/TXChvhEsru— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 2, 2020 Zinedine Zidane er sagður vera mikill aðdáandi hins 28 ára gamla Senegala og það hefur ýtt undir sögusagnirnar. Stjórn Liverpool stendur hins vegar fast á sínu. Það kom fram í frétt The Athletic að Liverpool ætli ekki að selja Mané eða Mohamed Salah og að stjórnin hafi hreinlega hlegið að þessum fréttum um að þeir félagar væru á leið til Real Madrid eða Barcelona. Samningur Sadio Mane er til ársins 2023 en Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vill framlengja samninginn við hann. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Sadio Mané hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid síðustu vikurnar en stjórnarmenn Liverpool hafa enga trú á því að Senegalinn vilji yfirgefa Liverpool. Það hefur verið svolítið streituvaldandi að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Fyrst var leik í deildinni frestað þegar liðið var komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn og svo hafa erlendir miðlar verið að orða stjörnur Liverpool liðsins við stórlið á Spáni. Liverpool chiefs' response after Sadio Mane linked with Real Madrid transferhttps://t.co/1rXKWIIfVW pic.twitter.com/9gD4a3ioVc— Mirror Football (@MirrorFootball) April 2, 2020 Nú geta stuðningsmenn Liverpool andað aðeins léttar. Það lítur reyndar ekki út að þeir verði krýndir enskir meistarar í bráð en slúðrið um Sadio Mané og Mo Salah virðist aðeins hafa verið innihaldslaust slúður. Stjórnarmenn Liverpool hafa nefnilega engar áhyggjur af því að Sadio Mané vilji komist til Real Madrid eins og hefur verið skrifað mikið um. Þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic. Blaðamaður The Athletic komst í samband við ónefndan stjórnarmann í Liverpool og fékk að vita það hver viðbrögð hennar voru við þessum fréttum af Mané og Real Madrid. UEFA announcement boost for #LFC Sterling, Mane rumours rubbished Transfer market masters Werner team-mate sends messageIt's the Morning Bulletin podcast with @PaulWheelock and @MattAddison97 https://t.co/V2ib1Es9WQ pic.twitter.com/TXChvhEsru— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 2, 2020 Zinedine Zidane er sagður vera mikill aðdáandi hins 28 ára gamla Senegala og það hefur ýtt undir sögusagnirnar. Stjórn Liverpool stendur hins vegar fast á sínu. Það kom fram í frétt The Athletic að Liverpool ætli ekki að selja Mané eða Mohamed Salah og að stjórnin hafi hreinlega hlegið að þessum fréttum um að þeir félagar væru á leið til Real Madrid eða Barcelona. Samningur Sadio Mane er til ársins 2023 en Liverpool hefur ekki farið leynt með það að félagið vill framlengja samninginn við hann.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira