Þung mánaðamót framundan, svartir tímar og mikilvæg samstaða Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. apríl 2020 09:00 Viðmælendur Atvinnulífsins eiga það sameiginlegt að hafa verið í forsvari fyrir sömu fyrirtækin í bankahruninu og nú. Fv. efri: Ágústa Johnson, Ari Fenger. Fv. neðri: Margrét Kristmannsdóttir, Sigurður Viðarson. Mánaðamótin verða þung og erfið og atvinnurekendur hafa ekki séð það svartara í áratugi. Óvissan er algjör, atvinnuleysi blasir við og algjört hrun í ferðaþjónustu. „Það er lyginni líkast að upplifa þessa undarlegu tíma þar sem heimurinn er nánast settur í hlé,“ segir einn af fjórum reynsluboltum í atvinnulífinu sem Atvinnulífið á Vísi leitaði til. Þó gætir bjartsýni til lengri tíma litið. Mikilvægt skref til að koma hjólum atvinnulífsins af stað er afnám tveggja metra reglunnar og þá mun samstaða þjóðar fleyta okkur langt. Inngrip ríkisins, Seðlabanka og bankanna mun skipta sköpum. Miklu skiptir að koma sem flestum í vinnu og að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stjórnendur og stjórnir á tímum kórónuveiru. Viðmælendur Vísis eiga það sameiginlegt að vera öll í forsvari fyrir sömu fyrirtækin nú og þau voru í bankahruninu. Spurt var: „Hvernig metur þú horfurnar framundan og hvernig blasir staðan við þér í samanburði við stöðu atvinnulífsins í kjölfar bankahrunsins?“ Mikið atvinnuleysi framundan Ari Fenger forstjóri 1912 hf. og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Ari Fenger forstjóri 1912 hf. og formaður Viðskiptaráðs segir samstöðuna meiri nú en í kjölfar bankahruns. Hann segir stóru óvissuna vera ferðaþjónustuna en afnám tveggja metra reglunnar muni hjálpa mikið til við að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. „Staðan er grafalvarleg og erum við Íslendingar að öllum líkindum að horfa fram á einn mesta efnahagssamdrátt Íslandssögunnar. Þrátt fyrir að áhrifin af Covid 19 séu tímabundin þá hafa sviðsmyndirnar orðið dekkri með hverri vikunni sem líður og framundan eru dýpra og lengra samdráttarskeið en talið var í byrjun. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er um þessar mundir að róa lífróður þar sem þau eru nær tekjulaus og því miður horfum við fram á mikið atvinnuleysi hér á komandi mánuðum, þar sem nú þegar eru meira en 50.000 manns á atvinnuleysisbótum eða hlutabótaleiðinni. Ég tel mjög mikilvægt að reyna koma innlenda hagkerfinu í gang sem allra fyrst og afnám tveggja metra reglunnar mun hjálpa mikið við að koma fyrirtækjarekstri í samt horf aftur. En stóra óvissan er hvenær við getum farið að taka á móti ferðamönnum á ný og komið stærstu atvinnugrein okkar í gang að nýju sem ég tel vera undirstöðuna fyrir viðspyrnu Íslands,“ segir Ari. „Núna erum við sameiginlega að berjast við vandann“ Eðli kreppunnar nú og í bankahruni er ólík rekstrarlega, staða ríkissjóðs mun betri en þá en ekki síst finnur Ari mun á þjóðfélagsumræðunni. „Helsti munurinn er að nú liggur vandi fyrirtækja í rekstrarreikningnum þar sem tekjufall varð á mjög skömmum tíma, en í kjölfar bankahrunsins þá var helsti vandinn efnahagsreikningurinn og þá vegna of hárrar skuldsetningar. Eins er ekki hægt að horfa fram hjá því að skuldastaða ríkissjóðs er mun betri í dag og þjóðin er með nettó eignastöðu við útlönd. Núverandi staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum kleift að takast á við vandann með allt öðrum hætti. Eins verð ég að nefna að mér finnst mikill munur á umræðunni í þjóðfélaginu þar sem núna erum við sameiginlega að berjast við vandann, en ég vona að okkur beri gæfa til þess áfram þrátt fyrir að komandi mánuðir geta orðið okkur erfiðir,“ segir Ari að lokum. Mánaðamótin verða þung Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir óvissuna framundan algjöra og þung mánaðamót framundan. Aðilar verði allir að standa saman að aðgerðum en eins er Ágústu umhugað um andlega og líkamlega heilsu landsmanna. „Staðan er vissulega mjög alvarleg og óvissan algjör. Þessi mánaðamót munu verða mjög þung og erfið. Stóra málið er að halda uppi atvinnustiginu og verðmætasköpuninni og það er verkefni allra að vinna saman í því, stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og fyrirtækjanna í landinu. Mér finnst liggja ljóst fyrir við að það þurfi að fara í fordæmalausar aðgerðir til að koma okkur út úr þessari grafalvarlegu stöðu. Mér liggur á að sjá landsmenn komast sem fyrst aftur í ræktina og vonandi standast þær áætlanir að heilsuræktarstöðvar mega opna á ný í byrjun júní. Á tímum sem þessum er lykilatriði að gæta vel að heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri. Líklegt er að líkamsástand margra hafi sigið á verri veg undanfarnar vikur og sama má segja um andlega líðan,“segir Ágústa. „Erum lánsöm að búa yfir einstökum samtakamætti“ Þrátt fyrir allt segist Ágústa sannfærð um að þjóðin muni koma sterkari út úr þessari kreppu og jafnvel hraðar en var eftir bankahrunið. Þar skiptir sköpum sá samtakamáttur sem þjóðinni er eðlislægur. „Eftir bankahrunið 2008 eins og nú komu skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að landsmenn ættu að hlúa vel að sér og sínum. Mjög margir fóru eftir því þá og settu heilsuna í fyrsta sæti. Verkalýðsfélögin mörg hver gerðu sérstakan samning við líkamsræktarstöðvar sem miðaði að því að gera fólki án atvinnu auðveldara að komast í ræktina, það reyndist vel og ætti að endurtaka nú. Það er lyginni líkast að upplifa þessa undarlegu tíma þar sem heimurinn er nánast settur í hlé. En þrátt fyrir að útlitið sé dökkt núna er ég þó bjartsýn á framtíð Íslands og tel að við munum koma sterkari undan þessari kreppu og ná vopnum okkar talsvert hraðar en eftir bankahrunið. Við erum lánsöm að búa yfir einstökum samtakamætti og aðlögunarhæfni þegar á reynir. Ég hef trú á því að okkur beri gæfa til að vinna saman að öflugum aðgerðum með bæði efnahags- og sóttvarnar sjónarmið í forgrunni. Landið mun rísa á ný og tækifærin eru óteljandi fyrir okkar þjóð,“ segir Ágústa að lokum. Aldrei jafn svartir tímar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff hefur aldrei upplifað jafn svarta tíma. Það skapist ekki síst af því að um sumt fáum við ekki ráðið, til dæmis hvenær bóluefni verður til. „Þetta er það svartasta sem ég hef upplifað í þá þrjá áratugi sem ég hef verið atvinnurekandi á Íslandi. Pfaff er reyndar í góðum málum, í eigin húsnæði, skuldlaust og með marga vöruflokka sem góð eftirspurn er eftir núna þannig að við munum komast í gegnum þetta. Hins vegar hef ég aldrei séð annað eins eftirspurnarfall víða, eiginlega eins og skrúfað hafi verið fyrir krana. Og ég finn mikið til með þeim fyrirtækjum sem eru að horfa á tekjur hverfa svo til á einni nóttu og ekkert framundan næstu mánuði. Þó að ég reyni yfirleitt að vera bjartsýn held ég að mjög erfiðir tímar séu framundan, en ég vona að við verðum komin á þokkalegt ról eftir tvö til þrjú ár. En hversu djúp þessi kreppa verður er hins vegar háð að stærstum hluta þáttum sem við ráðum litlu um, til dæmis hvenær bóluefni verður orðið almennt þannig að stundum leggst ég einfaldlega á koddann á kvöldin og krossa fingur,“ segir Margrét. „Finna leiðir til að koma sem flestum aftur til vinnu“ Þó að bankahrunið 2008 hafi vissulega verið mörgum erfitt og ekki rétt að gera lítið úr því er þessi COVID kreppa svo miklu alvarlegri - hefur áhrif á svo til hvern einasta jarðarbúa. Ég hef líkt þessu við muninn á varðeld og stórbruna til að setja þessa tvær kreppur í samhengi. Að við séum að horfa upp á heila atvinnugrein leggjast í dvala á heimsvísu og að hér á landi séu yfir 50.000 einstaklingar á atvinnuleysisskrá er bara skelfingin ein. Það verður stóra verkefnið okkar næstu misserin að finna leiðir til að koma sem flestum aftur til vinnu með öllum tiltækum leiðum og ekki eingöngu með því að útvega störf þar sem þarf „skóflur og haka.“ Hér mun þurfa að hugsa út fyrir boxið. Það sem gerði bankahrunið 2008 hins vegar ekki síst erfitt var hin mikla reiði í samfélaginu sem grasseraði árum saman og stundum finnst mér að við séum ekki enn komin yfir hana. Í COVID kreppunni erum við að kljást við náttúruöflin sem við ráðum illa við þ.a. ég vona svo innilega að við skiljum reiðina eftir í þessari kreppu, það væri til mikils að vinna og myndi gera lífið mun bærilegra á komandi misserum. Því reiðin er afleitur förunautur,“ segir Margrét að lokum. Horfurnar framundan ekki góðar Sigurður Viðarsson forstjóri TM. Sigurður Viðarson forstjóri TM segir blasa við algjört hrun í ferðaþjónustu og því sé það þeim mun meira mikilvægt að koma innlendri einkaneyslu sem fyrst af stað. Atvinnulífið þurfi að njóta vafans og því fyrr sem samkomutakmarkanir „Horfurnar framundan eru auðvitað ekki góðar. Það þarf samt eiginlega að skipta þessu í tvennt. Annars vegar þarf að horfast í augu við það að erlendir ferðamenn eru ekki að fara streyma til landsins á þessu ári. Það verður algert hrun þar. Hins vegar er það innlenda eftirspurnin. Hún ætti að geta orðið ágæt ef við lokum ekki á hana allt of lengi. Íslendingar eru væntanlega ekki að fara til útlanda heldur. Það verður því meiri einkaneysla Íslendinga á Íslandi. Það sem mér finnst brýnt að við gerum núna er að opna öll fyrirtæki aftur og rýmka samkomutakmarkanirnar þannig að flest fyrirtæki geti starfað eðlilega. Atvinnulífið verður líka að fá að njóta vafans. Faraldurinn er í mikilli niðursveiflu og við virðumst vera búinn að ná góðum tökum á honum. Nú þarf að passa að atvinnulífið hafi tækifæri til þess að komast í gang með hjálp innlendrar eftirspurnar,“ segir Sigurður. „Þurfum að einbeita okkur að því að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum“ „Þessi yfirvofandi kreppa er gjörólík þeirri sem kom í kjölfar bankahrunsins. Ríkið er mun betur í stakk búið til að taka á sig tímabundið högg og auka skuldsetningu auk þess sem Seðlabankinn hefur safnað gríðarstórum gjaldeyrisvaraforða sem kemur sér vel núna. Bankarnir eru líka mjög sterkir eiginfjárlega séð. Ef Seðlabankinn fæðir kerfið með nægu lausu fé geta bankarnir komið hjólum atvinnulífsins í gang aftur tiltölulega hratt. Við þurfum að einbeita okkur að því að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem búa yfir mikilvægum innviðum til að taka við erlendum ferðamönnum þegar þeir fara að láta sjá sig aftur. Hérna þarf ríkið að koma mun sterkar inn en hefur verið kynnt með beinum fjárstuðningi. Við erum að gera minna fyrir fyrirtækin hér en víðast hvar annarsstaðar og þurfum að spýta verulega í. Það mun gera það að verkum að ríkissjóður verður skuldsettari en við myndum venjulega kjósa. En þetta eru mjög sérstakar aðstæður sem kalla á mjög sérstakar og óvenjulegar aðgerðir. Ef við gerum þetta skynsamlega þá hef ég fulla trú á að við verðum fljót að vinna okkur upp úr þessu aftur,“ segir Sigurður að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að fara yfir á tímum faraldurs Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður, ráðgjafi og einn eigenda Strategíu fer yfir helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að huga að, nú þegar faraldur ríður yfir. 29. apríl 2020 11:00 Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Mánaðamótin verða þung og erfið og atvinnurekendur hafa ekki séð það svartara í áratugi. Óvissan er algjör, atvinnuleysi blasir við og algjört hrun í ferðaþjónustu. „Það er lyginni líkast að upplifa þessa undarlegu tíma þar sem heimurinn er nánast settur í hlé,“ segir einn af fjórum reynsluboltum í atvinnulífinu sem Atvinnulífið á Vísi leitaði til. Þó gætir bjartsýni til lengri tíma litið. Mikilvægt skref til að koma hjólum atvinnulífsins af stað er afnám tveggja metra reglunnar og þá mun samstaða þjóðar fleyta okkur langt. Inngrip ríkisins, Seðlabanka og bankanna mun skipta sköpum. Miklu skiptir að koma sem flestum í vinnu og að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stjórnendur og stjórnir á tímum kórónuveiru. Viðmælendur Vísis eiga það sameiginlegt að vera öll í forsvari fyrir sömu fyrirtækin nú og þau voru í bankahruninu. Spurt var: „Hvernig metur þú horfurnar framundan og hvernig blasir staðan við þér í samanburði við stöðu atvinnulífsins í kjölfar bankahrunsins?“ Mikið atvinnuleysi framundan Ari Fenger forstjóri 1912 hf. og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Ari Fenger forstjóri 1912 hf. og formaður Viðskiptaráðs segir samstöðuna meiri nú en í kjölfar bankahruns. Hann segir stóru óvissuna vera ferðaþjónustuna en afnám tveggja metra reglunnar muni hjálpa mikið til við að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. „Staðan er grafalvarleg og erum við Íslendingar að öllum líkindum að horfa fram á einn mesta efnahagssamdrátt Íslandssögunnar. Þrátt fyrir að áhrifin af Covid 19 séu tímabundin þá hafa sviðsmyndirnar orðið dekkri með hverri vikunni sem líður og framundan eru dýpra og lengra samdráttarskeið en talið var í byrjun. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er um þessar mundir að róa lífróður þar sem þau eru nær tekjulaus og því miður horfum við fram á mikið atvinnuleysi hér á komandi mánuðum, þar sem nú þegar eru meira en 50.000 manns á atvinnuleysisbótum eða hlutabótaleiðinni. Ég tel mjög mikilvægt að reyna koma innlenda hagkerfinu í gang sem allra fyrst og afnám tveggja metra reglunnar mun hjálpa mikið við að koma fyrirtækjarekstri í samt horf aftur. En stóra óvissan er hvenær við getum farið að taka á móti ferðamönnum á ný og komið stærstu atvinnugrein okkar í gang að nýju sem ég tel vera undirstöðuna fyrir viðspyrnu Íslands,“ segir Ari. „Núna erum við sameiginlega að berjast við vandann“ Eðli kreppunnar nú og í bankahruni er ólík rekstrarlega, staða ríkissjóðs mun betri en þá en ekki síst finnur Ari mun á þjóðfélagsumræðunni. „Helsti munurinn er að nú liggur vandi fyrirtækja í rekstrarreikningnum þar sem tekjufall varð á mjög skömmum tíma, en í kjölfar bankahrunsins þá var helsti vandinn efnahagsreikningurinn og þá vegna of hárrar skuldsetningar. Eins er ekki hægt að horfa fram hjá því að skuldastaða ríkissjóðs er mun betri í dag og þjóðin er með nettó eignastöðu við útlönd. Núverandi staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum kleift að takast á við vandann með allt öðrum hætti. Eins verð ég að nefna að mér finnst mikill munur á umræðunni í þjóðfélaginu þar sem núna erum við sameiginlega að berjast við vandann, en ég vona að okkur beri gæfa til þess áfram þrátt fyrir að komandi mánuðir geta orðið okkur erfiðir,“ segir Ari að lokum. Mánaðamótin verða þung Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir óvissuna framundan algjöra og þung mánaðamót framundan. Aðilar verði allir að standa saman að aðgerðum en eins er Ágústu umhugað um andlega og líkamlega heilsu landsmanna. „Staðan er vissulega mjög alvarleg og óvissan algjör. Þessi mánaðamót munu verða mjög þung og erfið. Stóra málið er að halda uppi atvinnustiginu og verðmætasköpuninni og það er verkefni allra að vinna saman í því, stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og fyrirtækjanna í landinu. Mér finnst liggja ljóst fyrir við að það þurfi að fara í fordæmalausar aðgerðir til að koma okkur út úr þessari grafalvarlegu stöðu. Mér liggur á að sjá landsmenn komast sem fyrst aftur í ræktina og vonandi standast þær áætlanir að heilsuræktarstöðvar mega opna á ný í byrjun júní. Á tímum sem þessum er lykilatriði að gæta vel að heilsunni, bæði andlegri og líkamlegri. Líklegt er að líkamsástand margra hafi sigið á verri veg undanfarnar vikur og sama má segja um andlega líðan,“segir Ágústa. „Erum lánsöm að búa yfir einstökum samtakamætti“ Þrátt fyrir allt segist Ágústa sannfærð um að þjóðin muni koma sterkari út úr þessari kreppu og jafnvel hraðar en var eftir bankahrunið. Þar skiptir sköpum sá samtakamáttur sem þjóðinni er eðlislægur. „Eftir bankahrunið 2008 eins og nú komu skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að landsmenn ættu að hlúa vel að sér og sínum. Mjög margir fóru eftir því þá og settu heilsuna í fyrsta sæti. Verkalýðsfélögin mörg hver gerðu sérstakan samning við líkamsræktarstöðvar sem miðaði að því að gera fólki án atvinnu auðveldara að komast í ræktina, það reyndist vel og ætti að endurtaka nú. Það er lyginni líkast að upplifa þessa undarlegu tíma þar sem heimurinn er nánast settur í hlé. En þrátt fyrir að útlitið sé dökkt núna er ég þó bjartsýn á framtíð Íslands og tel að við munum koma sterkari undan þessari kreppu og ná vopnum okkar talsvert hraðar en eftir bankahrunið. Við erum lánsöm að búa yfir einstökum samtakamætti og aðlögunarhæfni þegar á reynir. Ég hef trú á því að okkur beri gæfa til að vinna saman að öflugum aðgerðum með bæði efnahags- og sóttvarnar sjónarmið í forgrunni. Landið mun rísa á ný og tækifærin eru óteljandi fyrir okkar þjóð,“ segir Ágústa að lokum. Aldrei jafn svartir tímar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff hefur aldrei upplifað jafn svarta tíma. Það skapist ekki síst af því að um sumt fáum við ekki ráðið, til dæmis hvenær bóluefni verður til. „Þetta er það svartasta sem ég hef upplifað í þá þrjá áratugi sem ég hef verið atvinnurekandi á Íslandi. Pfaff er reyndar í góðum málum, í eigin húsnæði, skuldlaust og með marga vöruflokka sem góð eftirspurn er eftir núna þannig að við munum komast í gegnum þetta. Hins vegar hef ég aldrei séð annað eins eftirspurnarfall víða, eiginlega eins og skrúfað hafi verið fyrir krana. Og ég finn mikið til með þeim fyrirtækjum sem eru að horfa á tekjur hverfa svo til á einni nóttu og ekkert framundan næstu mánuði. Þó að ég reyni yfirleitt að vera bjartsýn held ég að mjög erfiðir tímar séu framundan, en ég vona að við verðum komin á þokkalegt ról eftir tvö til þrjú ár. En hversu djúp þessi kreppa verður er hins vegar háð að stærstum hluta þáttum sem við ráðum litlu um, til dæmis hvenær bóluefni verður orðið almennt þannig að stundum leggst ég einfaldlega á koddann á kvöldin og krossa fingur,“ segir Margrét. „Finna leiðir til að koma sem flestum aftur til vinnu“ Þó að bankahrunið 2008 hafi vissulega verið mörgum erfitt og ekki rétt að gera lítið úr því er þessi COVID kreppa svo miklu alvarlegri - hefur áhrif á svo til hvern einasta jarðarbúa. Ég hef líkt þessu við muninn á varðeld og stórbruna til að setja þessa tvær kreppur í samhengi. Að við séum að horfa upp á heila atvinnugrein leggjast í dvala á heimsvísu og að hér á landi séu yfir 50.000 einstaklingar á atvinnuleysisskrá er bara skelfingin ein. Það verður stóra verkefnið okkar næstu misserin að finna leiðir til að koma sem flestum aftur til vinnu með öllum tiltækum leiðum og ekki eingöngu með því að útvega störf þar sem þarf „skóflur og haka.“ Hér mun þurfa að hugsa út fyrir boxið. Það sem gerði bankahrunið 2008 hins vegar ekki síst erfitt var hin mikla reiði í samfélaginu sem grasseraði árum saman og stundum finnst mér að við séum ekki enn komin yfir hana. Í COVID kreppunni erum við að kljást við náttúruöflin sem við ráðum illa við þ.a. ég vona svo innilega að við skiljum reiðina eftir í þessari kreppu, það væri til mikils að vinna og myndi gera lífið mun bærilegra á komandi misserum. Því reiðin er afleitur förunautur,“ segir Margrét að lokum. Horfurnar framundan ekki góðar Sigurður Viðarsson forstjóri TM. Sigurður Viðarson forstjóri TM segir blasa við algjört hrun í ferðaþjónustu og því sé það þeim mun meira mikilvægt að koma innlendri einkaneyslu sem fyrst af stað. Atvinnulífið þurfi að njóta vafans og því fyrr sem samkomutakmarkanir „Horfurnar framundan eru auðvitað ekki góðar. Það þarf samt eiginlega að skipta þessu í tvennt. Annars vegar þarf að horfast í augu við það að erlendir ferðamenn eru ekki að fara streyma til landsins á þessu ári. Það verður algert hrun þar. Hins vegar er það innlenda eftirspurnin. Hún ætti að geta orðið ágæt ef við lokum ekki á hana allt of lengi. Íslendingar eru væntanlega ekki að fara til útlanda heldur. Það verður því meiri einkaneysla Íslendinga á Íslandi. Það sem mér finnst brýnt að við gerum núna er að opna öll fyrirtæki aftur og rýmka samkomutakmarkanirnar þannig að flest fyrirtæki geti starfað eðlilega. Atvinnulífið verður líka að fá að njóta vafans. Faraldurinn er í mikilli niðursveiflu og við virðumst vera búinn að ná góðum tökum á honum. Nú þarf að passa að atvinnulífið hafi tækifæri til þess að komast í gang með hjálp innlendrar eftirspurnar,“ segir Sigurður. „Þurfum að einbeita okkur að því að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum“ „Þessi yfirvofandi kreppa er gjörólík þeirri sem kom í kjölfar bankahrunsins. Ríkið er mun betur í stakk búið til að taka á sig tímabundið högg og auka skuldsetningu auk þess sem Seðlabankinn hefur safnað gríðarstórum gjaldeyrisvaraforða sem kemur sér vel núna. Bankarnir eru líka mjög sterkir eiginfjárlega séð. Ef Seðlabankinn fæðir kerfið með nægu lausu fé geta bankarnir komið hjólum atvinnulífsins í gang aftur tiltölulega hratt. Við þurfum að einbeita okkur að því að bjarga lífvænlegum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem búa yfir mikilvægum innviðum til að taka við erlendum ferðamönnum þegar þeir fara að láta sjá sig aftur. Hérna þarf ríkið að koma mun sterkar inn en hefur verið kynnt með beinum fjárstuðningi. Við erum að gera minna fyrir fyrirtækin hér en víðast hvar annarsstaðar og þurfum að spýta verulega í. Það mun gera það að verkum að ríkissjóður verður skuldsettari en við myndum venjulega kjósa. En þetta eru mjög sérstakar aðstæður sem kalla á mjög sérstakar og óvenjulegar aðgerðir. Ef við gerum þetta skynsamlega þá hef ég fulla trú á að við verðum fljót að vinna okkur upp úr þessu aftur,“ segir Sigurður að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að fara yfir á tímum faraldurs Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður, ráðgjafi og einn eigenda Strategíu fer yfir helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að huga að, nú þegar faraldur ríður yfir. 29. apríl 2020 11:00 Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að fara yfir á tímum faraldurs Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður, ráðgjafi og einn eigenda Strategíu fer yfir helstu atriði sem stjórnir félaga þurfa að huga að, nú þegar faraldur ríður yfir. 29. apríl 2020 11:00
Of margir stjórnendur ofstjórna og vantreysta starfsfólki sínu Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino hefur heyrt frá stjórnendum sem finnst óþægilegt að hafa „enga hugmynd um" hvað fólk er að gera í fjarvinnu. Hann mælir með því að stjórnendur treysti starfsfólki sínu og nýti krísuna til að einfalda ferla og boðleiðir. 29. apríl 2020 13:00