Kínverski rafbíllinn Xpeng P7 með meiri drægni en Tesla Model 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2020 07:00 Xpeng P7 Kínverski rafbílaframleiðandinn Xpeng tilkynnti í gær um nýjan rafsportbíl sem gengur undir nafninu P7. Hann verður að sögn Xpeng með meiri drægni en Tesla Model 3. Tesla Model 3 er með um 675 km. drægni en Xpeng P7 á að drífa um 707 kílómetra á hleðslunni. Model 3 hefur verið sá rafbíll sem státar af hvað mestri drægni en nú virðist sem að Xpeng ætli að taka þann titil af Tesla. Xpeng P7 við prófanir í snjó og frosti. Raunverulegur keppinautur? Tölur um drægni P7 og Model 3 miða báðar við NEDC (New European Driving Cycle) prófunarferlið og báðar tölurnar eru miðaðar við þá undirgerð sem hefur mesta drægni. Þar er um að ræða afturhjóladrifna útgáfu, Teslan er með 75kWh rafhlöðu en Xpeng með 80,9 kWh rafhlöðu. Útlitslega virðist um raunverulegan keppinaut fyrir Model 3 að ræða. Eins eru tölurnar sem gefnar hafa verið út eru nánast á pari og sums staðar er P7 framar. Frammistaðan er sambærileg, P7 á að fara úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. á 4,3 sekúndum en uppgefinn tími fyrir Model 3 er 3,9 sekúndur. Xpeng P7 Hvað ef þig langar í P7? Xpeng segir að hægt sé að panta P7 núna, að því gefnu að pantandinn sé í Kína og viljugur að bíða fram í júní og borga frá um 4,8 milljónum íslenskra króna. Xpeng P7 er samkvæmt yfirlýsingu framleiðandans fyrsti þriðjastigs sjálfkeyrandi bíllinn sem er í boði í Kína. Hann væri raunar sá fyrsti í heimunum. Vistvænir bílar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent
Kínverski rafbílaframleiðandinn Xpeng tilkynnti í gær um nýjan rafsportbíl sem gengur undir nafninu P7. Hann verður að sögn Xpeng með meiri drægni en Tesla Model 3. Tesla Model 3 er með um 675 km. drægni en Xpeng P7 á að drífa um 707 kílómetra á hleðslunni. Model 3 hefur verið sá rafbíll sem státar af hvað mestri drægni en nú virðist sem að Xpeng ætli að taka þann titil af Tesla. Xpeng P7 við prófanir í snjó og frosti. Raunverulegur keppinautur? Tölur um drægni P7 og Model 3 miða báðar við NEDC (New European Driving Cycle) prófunarferlið og báðar tölurnar eru miðaðar við þá undirgerð sem hefur mesta drægni. Þar er um að ræða afturhjóladrifna útgáfu, Teslan er með 75kWh rafhlöðu en Xpeng með 80,9 kWh rafhlöðu. Útlitslega virðist um raunverulegan keppinaut fyrir Model 3 að ræða. Eins eru tölurnar sem gefnar hafa verið út eru nánast á pari og sums staðar er P7 framar. Frammistaðan er sambærileg, P7 á að fara úr kyrrstöðu upp í 100km/klst. á 4,3 sekúndum en uppgefinn tími fyrir Model 3 er 3,9 sekúndur. Xpeng P7 Hvað ef þig langar í P7? Xpeng segir að hægt sé að panta P7 núna, að því gefnu að pantandinn sé í Kína og viljugur að bíða fram í júní og borga frá um 4,8 milljónum íslenskra króna. Xpeng P7 er samkvæmt yfirlýsingu framleiðandans fyrsti þriðjastigs sjálfkeyrandi bíllinn sem er í boði í Kína. Hann væri raunar sá fyrsti í heimunum.
Vistvænir bílar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent