„Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 12:00 Helgi Valur Daníelsson er lykilmaður hjá Fylki. Vísir/Daníel Þór Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að ef Fylkir heldur ekki nægilega vel á spilunum í sumar gæti liðið fallið úr Pepsi Max-deild karla. Fylkir var meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni. Guðmundur Benediktsson, Freyr og Hjörvar Hafliðason ræddu bæði íslenska og erlenda boltann í þættinum en Fylkismenn voru til umræðu. „Mín skoðun er að miðað við leikmannaveltuna; hverjir hafa komið og hverjir hafa farið þá eru þeir með veikara leikmannahóp ef eitthvað er,“ sagði Freyr Alexandersson og hélt svo áfram. „Það öskrar á mann að það vantar senter í liðið en eins og við vorum að tala um áðan það eru þessi þjálfaraskipti og hvaða áhrif þau hafa á liðið. Það kæmi mér mjög á óvart ef það væru einhverjir útlendingar að koma inn í liðið á þessu ári. Þetta snýst um hversu tilbúnir ungu strákarnir eru.“ Gummi Ben spurði svo hvort að Fylkismenn yrðu þar af leiðandi bara áfram um deild og Hjörvar svaraði því játandi og sagði: „Hvað eigum við að segja, sex til níu?“ áður en Freyr tók aftur við boltanum. „Jú ég get alveg kvittað undir það. Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið. Þeir verða að vera virkilega á tánum. Þeir eru með nýtt þjálfarateymi og eru með nýtt konsept. Þetta getur brugðið til beggja vona þar sem leikmannahópurinn er ekki mjög djúpur. Vonandi sjáum við unga ferska, fiska í Árbænum sem munu standa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Fylkir getur fallið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Fylkir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að ef Fylkir heldur ekki nægilega vel á spilunum í sumar gæti liðið fallið úr Pepsi Max-deild karla. Fylkir var meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni. Guðmundur Benediktsson, Freyr og Hjörvar Hafliðason ræddu bæði íslenska og erlenda boltann í þættinum en Fylkismenn voru til umræðu. „Mín skoðun er að miðað við leikmannaveltuna; hverjir hafa komið og hverjir hafa farið þá eru þeir með veikara leikmannahóp ef eitthvað er,“ sagði Freyr Alexandersson og hélt svo áfram. „Það öskrar á mann að það vantar senter í liðið en eins og við vorum að tala um áðan það eru þessi þjálfaraskipti og hvaða áhrif þau hafa á liðið. Það kæmi mér mjög á óvart ef það væru einhverjir útlendingar að koma inn í liðið á þessu ári. Þetta snýst um hversu tilbúnir ungu strákarnir eru.“ Gummi Ben spurði svo hvort að Fylkismenn yrðu þar af leiðandi bara áfram um deild og Hjörvar svaraði því játandi og sagði: „Hvað eigum við að segja, sex til níu?“ áður en Freyr tók aftur við boltanum. „Jú ég get alveg kvittað undir það. Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið. Þeir verða að vera virkilega á tánum. Þeir eru með nýtt þjálfarateymi og eru með nýtt konsept. Þetta getur brugðið til beggja vona þar sem leikmannahópurinn er ekki mjög djúpur. Vonandi sjáum við unga ferska, fiska í Árbænum sem munu standa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Fylkir getur fallið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Fylkir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira