Fótbolti

Lukaku biðst afsökunar á ummælum um kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku hefur verið magnaður með Inter á leiktíðinni.
Lukaku hefur verið magnaður með Inter á leiktíðinni. vísir/getty

Romelu Lukaku framherji Inter Milan hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem hann lét út úr sér á dögunum en þar gaf hann í skyn að leikmenn Inter hefðu mögulega smitast af kórónuveirunni.

Enginn í leikmannahóp Inter hefur verið staðfestur með kórónuveiruna en á Instagram þar sem hann ræddi við sjónvarpstöðina VIER sagði Belginn að hann hafi grun um að leikmenn hafi mögulega smitast í desember.

„Við fengum viku frí í desember og þegar við snérum aftur þá voru 23 af 25 leikmönnunm veikir. Ég er ekki að grínast. Við spiluðum gegn Cagliari 26. janúar og eftir 25 mínútur þurfti einn varnarmaður okkar að fara útaf. Hann gat ekki haldið áfram og það leið nánast yfir hann,“ sagði Lukaku í umræddu viðtali og hélt áfram.

„Allir voru að hósta og voru með hita. Þegar ég var að hita upp þá var mér mjög heitt. Ég hafði ekki fengið hita í mörg ár. Eftir leikinn var skipulagður kvöldverður með gestum en ég sagði nei takk og fór benit að sofa. Við fórum aldrei í COVID-19 próf svo við munum aldrei vita það fyrir víst,“ sagði Lukaku.

Þessi ummæli vöktu ekki góð viðbrögð hjá forráðamönnum Inter sem sektuðu Lukaku fyrir ummæli sín en þau eiga að hafa komiþeim í opna skjöldu. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælunm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×