Erfiðast að hitta ekki starfsfólk Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:00 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir upplýsingamiðlun til starfsfólks krefjandi verkefni á óvissutímum. Vísir/Vilhelm „Án efa er erfiðast að geta ekki haldið starfsmannafundi, hitt starfsmenn og rætt málin,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða aðspurður um það hvernig það er að standa að upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Hann segir starfsfólk þó hafa sýnt aðstæðum skilning. „Við erum virkilega þakklát fyrir því hversu mikinn skilning starfsfólkið okkar hefur á breyttum aðstæður og er almennt annt að verja hagsmuni fyrirtækisins,“ segir Björn. Hjá Kynnisferðum er stærsti hluti starfsfólks komið í skert starfshlutfall og það á við um alla sem starfa hjá Ferðaskrifstofu, Hópbifreiðum og Bílaleigu Kynnisferða. Til viðbótar telst síðan sú eining sem þjónustar akstur fyrir Strætó, þ.e. Almenningsvagnar Kynnisferða. Sú starfsemi hefur dregist saman um 25-30% og er hluti starfsmanna þar því einnig komið í skert starfshlutverk. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Þótt fjarlægðin sé erfið, segir Björn tæknina hafa komið sterka inn síðustu vikurnar. „Við höfum nýtt innri vefinn okkar, samfélagsmiðla, Teams, tölvupósta og smáskilaboð til að koma upplýsingum á framfæri og vera í samskiptum. Næstu yfirmenn eru líka í góðu sambandi við sitt fólk,“ segir Björn. Hann segir starfsfólkið samanstanda af fjölbreyttum hópi fólks á öllum aldri, nokkrum þjóðernum og fólk sé misjafnlega tæknifært. „Það hefur líka reynst áskorun en flestir eru að læra ansi hratt þessa dagana,“ segir Björn. En þótt tæknin sé góð minnir Björn líka á það mannlega. „Svo skiptir líka miklu máli að taka upp símann og heyra í fólki,“ segir Björn. Aðspurður um það hvernig hægt er að miðla upplýsingum til starfsfólks um áætlanir eða ný áform í kjölfar kórónufaraldurs, segir Björn stöðuna breytast of hratt og óvissuna of mikla til þess að það sé hægt. „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn og bætir við „Við erum öll að fá nýjar upplýsingar á hverjum degi um þróun mála og erum í raun að endurmeta stöðuna daglega. Við munum áfram upplýsa starfsfólk eftir því sem línur skýrast.“ Á krísutímum er þeirri spurningu stundum velt upp, hversu ítarlega stjórnendur eiga að fara yfir rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækja með starfsfólki. Í tilfelli Kynnisferða sér Björn ekki fyrir sér neinar breytingar í þeim efnum því slík upplýsingamiðlun hefur verið áhersla hjá þeim síðustu árin. „Við höfum verið opin að upplýsa okkar starfsmenn um rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækisins síðustu árin,“ segir Björn og bætir við „Það skiptir máli að starfsfólk viti hvernig fyrirtækinu þeirra gengur og hvernig staðan er hverju sinni.“ Mannauðsmál Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Án efa er erfiðast að geta ekki haldið starfsmannafundi, hitt starfsmenn og rætt málin,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða aðspurður um það hvernig það er að standa að upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Hann segir starfsfólk þó hafa sýnt aðstæðum skilning. „Við erum virkilega þakklát fyrir því hversu mikinn skilning starfsfólkið okkar hefur á breyttum aðstæður og er almennt annt að verja hagsmuni fyrirtækisins,“ segir Björn. Hjá Kynnisferðum er stærsti hluti starfsfólks komið í skert starfshlutfall og það á við um alla sem starfa hjá Ferðaskrifstofu, Hópbifreiðum og Bílaleigu Kynnisferða. Til viðbótar telst síðan sú eining sem þjónustar akstur fyrir Strætó, þ.e. Almenningsvagnar Kynnisferða. Sú starfsemi hefur dregist saman um 25-30% og er hluti starfsmanna þar því einnig komið í skert starfshlutverk. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Þótt fjarlægðin sé erfið, segir Björn tæknina hafa komið sterka inn síðustu vikurnar. „Við höfum nýtt innri vefinn okkar, samfélagsmiðla, Teams, tölvupósta og smáskilaboð til að koma upplýsingum á framfæri og vera í samskiptum. Næstu yfirmenn eru líka í góðu sambandi við sitt fólk,“ segir Björn. Hann segir starfsfólkið samanstanda af fjölbreyttum hópi fólks á öllum aldri, nokkrum þjóðernum og fólk sé misjafnlega tæknifært. „Það hefur líka reynst áskorun en flestir eru að læra ansi hratt þessa dagana,“ segir Björn. En þótt tæknin sé góð minnir Björn líka á það mannlega. „Svo skiptir líka miklu máli að taka upp símann og heyra í fólki,“ segir Björn. Aðspurður um það hvernig hægt er að miðla upplýsingum til starfsfólks um áætlanir eða ný áform í kjölfar kórónufaraldurs, segir Björn stöðuna breytast of hratt og óvissuna of mikla til þess að það sé hægt. „Því miður vitum við lítið um framhaldið og eigum erfitt með að sjá hvað gerist næstu mánuði,“ segir Björn og bætir við „Við erum öll að fá nýjar upplýsingar á hverjum degi um þróun mála og erum í raun að endurmeta stöðuna daglega. Við munum áfram upplýsa starfsfólk eftir því sem línur skýrast.“ Á krísutímum er þeirri spurningu stundum velt upp, hversu ítarlega stjórnendur eiga að fara yfir rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækja með starfsfólki. Í tilfelli Kynnisferða sér Björn ekki fyrir sér neinar breytingar í þeim efnum því slík upplýsingamiðlun hefur verið áhersla hjá þeim síðustu árin. „Við höfum verið opin að upplýsa okkar starfsmenn um rekstrar- og fjárhagsstöðu fyrirtækisins síðustu árin,“ segir Björn og bætir við „Það skiptir máli að starfsfólk viti hvernig fyrirtækinu þeirra gengur og hvernig staðan er hverju sinni.“
Mannauðsmál Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00 Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hefðbundnir fundir of langir, of margir, of ómarkvissir og fólk mætir seint Mörg fyrirtæki standa fyrir markvissri upplýsingamiðlun nú á tímum samkomubanns. ,,En hvað gerist þegar hversdagsleikinn tekur við?“ spyr Maríanna Magnúsdóttir umbreytingaþjálfi hjá Manino. 22. apríl 2020 11:00
Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. 22. apríl 2020 09:00