Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 12:46 Bresk stjórnvöld gripu seinna til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en flest önnur Evrópuríki. Mannskaðinn í Bretlandi í faraldrinum er sá fimmti mesti í heiminum. Vísir/EPA Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda bentu til fram til 10. apríl. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. Samkvæmt tölum bresku hagstofunnar var 13.121 dauðsfall skráð á Englandi og Wales fram að 10. apríl. Þær tölur byggjast á fjölda dánarvottorða þar sem Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, er getið, hvort sem sá látni greindist smitaður eða ekki. Opinberar tölur ríkisstjórnarinnar fyrir sama tímabil hljóðuðu upp á 9.288 dauðsföll. Tölur hagstofunnar taka með í reikninginn dauðsföll á hjúkrunarheimilum og líknardeildum auk sjúkrahúsa. Frá upphafi faraldursins segja bresk stjórnvöld að 16.509 manns hafi látist af völdum Covid-19. Mannfallið þar er það fimmta mesta í heiminum. Ef sama misræmi er í þeim tölum og þeim sem hagstofan hefur tekið saman til þessa gæti raunverulegt mannfall í faraldrinum verið meira en 23.000 manns. Bretland væri þá með flest dauðsföll í Evrópu á eftir Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Munurinn á tölum ríkisstjórnarinnar annars vegar og hagstofunnar hins vegar er þó sagður hafa minnkað undanfarnar vikur. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa gripið til sóttvarnaaðgerða eins og samkomu- og útgöngubanns síðar en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Johnson veiktist sjálfur af Covid-19 og þurfti að leggja inn á gjörgæslu um tíma. Lýðheilsusérfræðingar telja að faraldurinn sé nú við hámark sitt í Bretlandi. Mesta mannfallið var í vikunni fram að 10. apríl. Þá létust um átta þúsunds fleiri en vanalega fyrir þann árstíma. Covid-19 var skráð á þriðja hvort dánarvottorð í Englandi og Wales vikunni fram að 19. Apríl. Í London var Covid-19 getið á öðru hverju dánarvottorði sem var gefið út.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14