Ásgeir Örn leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 15:18 Ásgeir Örn lauk ferlinum með Haukum. vísir/bára Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti