Þrír blaðamenn Liverpool Echo gefa Gylfa einkunn fyrir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Bournemouth á Goodison Park. Framtíð hans hjá félaginu er í uppnámi samkvæmt fréttum frá Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira