Haukar munu fara varlega á leikmannamarkaðnum í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 19:00 Aron Kristjánsson tekur við Haukunum í sumar. vísir/s2s Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron. Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Aron Kristjánsson, sem tekur við Haukum í Olís-deild karla í sumar, segir að félagið muni ekki fara hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Félagið muni þess í stað horfa inn á við. Aron tekur við Haukum á nýjan leik í sumar en Gunnar Magnússon lætur af störfum eftir fimm ára starf og færir sig í Mosfellsbæinn þar sem hann tekur við Aftureldingu. Aron ræddi komandi tíma við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í dag. „Það er hjá Haukum eins og öllum íþróttafélögum á landinu að það er gríðarleg óvissuástand hvenær maður getur byrjað að æfa og svo framvegis. Sem betur fer ætti þetta ástand að ganga yfir núna í vor fyrir sumarið og þá er að byrja aftur,“ sagði Aron og hélt áfram: „Það hefur sem betur fer verið ábyrgur rekstur á handknattleiksdeildinni þannig að við eigum að halda velli og eigum að geta komið með lið á næstu leiktíð sem er samkeppnishæft. Við erum með flest alla leikmenn á samningi áfram.“ „Við verðum með svipað lið á næsta ári og þó að einhverjir hætta vegna aldurs og fyrri starfa þá eigum við að geta teflt fram liði sem er mjög samkeppnishæft.“ Aron segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun fyrir tveimur árum að félagið myndi byggja enn frekar á Haukamönnum og tók þar dæmi. „Við höfum viljað byggja þetta upp á Haukamönnum. Við tókum þá ákvörðun fyrir tveimur árum að virkilega horfa inn á við og byggja upp þjálfara og leikmenn. Í 22 manna hóp meistaraflokksins þá eru 19 uppaldir Haukamenn og í byrjun vetrar gerðist það að allir leikmenn byrjunarliðsins voru Haukamenn.“ Klippa: Sportpakkinn: Aron um Hauka „Það ýtti við Haukahjartanu hjá mér og mörgum öðrum en það segir ekkert um það að þeir sem við fáum frá öðrum félögum þeir eru jafn mikilvægir og mikilvægir félagsmenn. Það er samt sem áður að horfa inn á við og byggja upp eigin leikmenn. Þannig ertu að gera vel fyrir yngra flokka starfið og foreldrar sem skila börnum inn í 7. eða 8. flokk vita að við erum að byggja upp afreksíþróttamenn ef þau vilja þá leið. Við erum líka að reyna að byggja upp góða félagsmenn.“ Aron er þar af leiðandi að meina að félagið muni fara varlega í sumar hvað varðar leikmannamarkaðinn? „Já við munum fara varlega. Við viljum sjá hvernig við komum út úr þessu ástandi og hvernig byrjun næsta tímabils verður. Við erum ekki að horfa á það að bæta mörgum leikmönnum við liðið,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Sportpakkinn Haukar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira