Rafkappakstur í beinni á Stöð 2 eSport í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2020 08:00 mynd/sro-esport.com Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn
Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn