Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:31 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist hafa fengið hita og þrálátan hósta og því látið prófa sig fyrir kórónuveirunni, samkvæmt ráði landlæknis. Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira