Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 11:31 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist hafa fengið hita og þrálátan hósta og því látið prófa sig fyrir kórónuveirunni, samkvæmt ráði landlæknis. Getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. „Síðustu 24 tímana hef ég fengið mild einkenni og fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveirusprófi. Ég hef ákveðið að fara í einangrun en ég mun áfram leiða viðbrögð ríkisstjórnarinnar með fjarfundabúnaði. Saman munum við sigrast á þessu,“ sagði Boris á Twitter. Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020 Talsmaður forsætisráðherrans segir að hann hafi ákveðið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni að ráðleggingu breska landlæknisins, Chris Whitty. Starfsmenn bresku heilsugæslunnar tóku prófið í Downing stræti 10, embættisbústað og skrifstofu forsætisráðherrans. Johnson sagði í Twitter ávarpi sínu að hann hefði verið með hita og þrálátan hósta og því farið í próf. Hann sagðist hafa tekið þátt í því að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki í gærkvöldi og þakkaði bæði því, lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra vegna kórónuveirunnar. „Þið þurfið ekkert að velkjast í vafa um að ég get haldið áfram og verið í sambandi við teymið í kringum mig og leitt baráttu þjóðarinnar gegn kórónuvírusnum,“ sagði Johnson í ávarpinu. Uppfært klukkan 13:25 Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er sömuleiðis með Covid-19, vinnur að heiman og hvetur landsmenn til að fara að ráðleggingum yfirvalda. Following medical advice, I was advised to test for #Coronavirus.I‘ve tested positive. Thankfully my symptoms are mild and I’m working from home & self-isolating. Vital we follow the advice to protect our NHS & save lives#StayHomeSaveLives pic.twitter.com/TguWH6Blij— Matt Hancock (@MattHancock) March 27, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira