Leikmaður FH gefur eftir laun það sem eftir er tímabils Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 15:50 Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira