Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 17:38 Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum prófa hér einstakling fyrir kórónuveirunni. Vísir/Getty Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira