Fótbolti

Higuaín fór úr sóttkví til að geta verið með veikri móður sinni í Argentínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gonzalo Higuaín hefur tvisvar sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus.
Gonzalo Higuaín hefur tvisvar sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus. vísir/getty

Gonzalo Higuaín, leikmaður Juventus, fór úr sóttkví á Ítalíu til Argentínu til að geta verið með móður sinni sem er með krabbamein.

Allir leikmenn og starfsfólk Juventus er í sóttkví. Þrír leikmenn liðsins hafa greinst með kórónuveiruna; Paolo Dybala, Blaise Matuidi og Daniele Rugani.

Þegar Higuaín var hálfnaður í sóttkvínni fór hann heim til Argentínu til að vera með móður sinni.

Umboðsmaður Higuaíns var undrandi á þessari ákvörðun skjólstæðings síns. Bróðir hans, Nicola, sagði hins vegar að Juventus hefði gefið Higuaín leyfi til að fara til Argentínu og gagnrýndi umboðsmanninn fyrir að sýna ónærgætni.

Cristiano Ronaldo hafði áður fengið leyfi frá Juventus til að vera með móður sinni sem fékk heilablóðfall.

Higuaín, sem er 32 ára, hefur leikið 33 leiki með Juventus á þessu tímabili og skorað átta mörk. Hann hefur verið samningsbundinn liðinu síðan 2016. Á síðasta tímabili lék Higuaín sem lánsmaður með AC Milan og Chelsea.


Tengdar fréttir

Dybala og frú með veiruna

Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×