Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 11:47 Sjúkrahús á Bretlandi hafa glímt við skort á nauðsynlegum búnaði til að glíma við kórónuveirufaraldurinn og telur starfsfólk sig í hættu vegna þess. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32